Klutz réði ekkert við GoldDiggers Þórarinn Þórarinsson skrifar 16. september 2024 10:53 Hart var barist og það gekk á ýmsu í 2. umferð Míludeildarinnar í Valorant. Baráttan var hörð og ýmislegt gekk á í 2. umferð Míludeildarinnar í Valorant á föstudagskvöld þar sem sannfærandi sigur GoldDiggers á Klutz kom lýsendunum Mist Reykdal Magnúsdóttur og Daníel Mána Óskarssyni einna helst á óvart. Lokatölur í viðureign GoldDiggers og Klutz voru 13-6 og eins og Daníel benti á, máttu ríkjandi meistarar kvenna þannig lúta í lægra haldi fyrir liði skipuðu leikmönnum sem hafa ekki spilað saman nema í um það bil eitt ár. Mist bætti við að þetta hefði verið frábær leikur hjá GoldDiggers sem spiluðu mjög vel og ætluðu greinilega ekki að láta meistarana í Klutz eiga neitt inni hjá sér. Úrslit 2. umferðar: ControllerZ - Guardian Grýlurnar 13-2 Venus- Höttur 13-4 Jötunn Valkyrjur - Þór 13-4 Klutz - GoldDiggers 6-13 Þriðja umferð Míludeildarinnar í Valorant fer fram föstudaginn 20. september og þá ætla Mist og Daníel meðal annars að lýsa leik Jötunn Valkyrja og Hattar og ekki annað á þeim að heyra að þau biðu spennt eftir að fá loksins að sjá Valkyrjurnar í leik enda um gamla liðið hennar Mistar að ræða, auk þess sem það trónir á toppi deildarinnar eins og staðan er núna. Míludeildin í ár er stærsta Valorant-mót sem hefur verið haldið á Íslandi hingað til og eins og Mist hefur bent á „algert met“ og eftir að hafa vanist því að hafa séð þrjú til fjögur lið keppa sé „ alveg klikkað,“ að þau séu nú átta. Þá hefur veglegt verðlaunaféð, ein og hálf milljón króna, að vonum vakið mikla athygli: „Peningalega er þetta næst stærst og það sem er örugglega mest töff við þetta er að þetta er örugglega í fyrsta skipti sem rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, er með yfir milljón í verðlaunafé,“ segir Daníel og bendir á að ekki þurfi að hafa mörg orð um hversu jákvætt þetta er fyrir íþróttir kvenna. Daníel Máni Óskarsson og Mist Reykdal Magnúsdóttir greindu stöðuna og lýstu leikjun í annarri umferð Míludeildarinnar í beinni. Viðureignirnar í 3. deild verða eftirfarandi: Jötunn Valkyrjur - Höttur ControllerZ - Klutz Þór - Guardian Grýlurnar Venus - GoldDiggers Staðan í Míludeildinni eftir tvær umferðir. Rafíþróttir Tengdar fréttir Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport
Lokatölur í viðureign GoldDiggers og Klutz voru 13-6 og eins og Daníel benti á, máttu ríkjandi meistarar kvenna þannig lúta í lægra haldi fyrir liði skipuðu leikmönnum sem hafa ekki spilað saman nema í um það bil eitt ár. Mist bætti við að þetta hefði verið frábær leikur hjá GoldDiggers sem spiluðu mjög vel og ætluðu greinilega ekki að láta meistarana í Klutz eiga neitt inni hjá sér. Úrslit 2. umferðar: ControllerZ - Guardian Grýlurnar 13-2 Venus- Höttur 13-4 Jötunn Valkyrjur - Þór 13-4 Klutz - GoldDiggers 6-13 Þriðja umferð Míludeildarinnar í Valorant fer fram föstudaginn 20. september og þá ætla Mist og Daníel meðal annars að lýsa leik Jötunn Valkyrja og Hattar og ekki annað á þeim að heyra að þau biðu spennt eftir að fá loksins að sjá Valkyrjurnar í leik enda um gamla liðið hennar Mistar að ræða, auk þess sem það trónir á toppi deildarinnar eins og staðan er núna. Míludeildin í ár er stærsta Valorant-mót sem hefur verið haldið á Íslandi hingað til og eins og Mist hefur bent á „algert met“ og eftir að hafa vanist því að hafa séð þrjú til fjögur lið keppa sé „ alveg klikkað,“ að þau séu nú átta. Þá hefur veglegt verðlaunaféð, ein og hálf milljón króna, að vonum vakið mikla athygli: „Peningalega er þetta næst stærst og það sem er örugglega mest töff við þetta er að þetta er örugglega í fyrsta skipti sem rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, er með yfir milljón í verðlaunafé,“ segir Daníel og bendir á að ekki þurfi að hafa mörg orð um hversu jákvætt þetta er fyrir íþróttir kvenna. Daníel Máni Óskarsson og Mist Reykdal Magnúsdóttir greindu stöðuna og lýstu leikjun í annarri umferð Míludeildarinnar í beinni. Viðureignirnar í 3. deild verða eftirfarandi: Jötunn Valkyrjur - Höttur ControllerZ - Klutz Þór - Guardian Grýlurnar Venus - GoldDiggers Staðan í Míludeildinni eftir tvær umferðir.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Í beinni: Aston Villa - Man. City | Lýkur eymd meistaranna? Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport
Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39