Lífið

Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Verslun Sjöstrand er sú fyrsta á heimsvísu.
Verslun Sjöstrand er sú fyrsta á heimsvísu.

Sólin skein á kaffiþyrsta gesti í opnun verslunarinnar Sjöstrand á Íslandi við Borgartún í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Rýmið er fallega hannað í anda merkisins í stílhreinum ljósum og skandinavískum stíl.

Meðal gesta voru Guðmundur Birkir Pálmason kírópraktor, Helgi Ómars ljósmyndari, Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður, Saga Sigurðardóttir listakona, Vilhelm Anton Jónsson, Magnús Berg Magnússon eigandi Officina, Pattra Sriyanonge markaðsstjóri Sjáðu, Sara Snædís Ólafsdóttir heilsuþjálfari, og fleiri góðir gestir.

Fyrsta verslunin

Verslunin, sem er fyrsta Sjöstrand verslunin á heimsvísu, er í eigu Gunnars Steins Jónssonar, Elísabetar Gunnarsdóttur, Viktors Bjarka Arnarssonar og Álfrúnar Pálsdóttur, en Gunnar Steinn og Viktor Bjarki sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins. 

„Það er einstaklega gleðilegt að geta loksins opnað formlega í þessu fallega rými í Borgartúni sem við höfum nýtt sumarið í að gera að okkar. Ljóst, stílhreint og skandinavískt í anda vörumerkisins. Við erum líka glöð að geta einnig boðið viðskiptavinum upp á að kaupa af okkur gómsæta kaffibolla til að taka með en þetta er í fyrsta sinn sem við prufum það og ef marka má gesti opnunarinnar er það að leggjast vel í fólk, enda góður bolli á góðu verði,“ segir Gunnar Steinn, eigandi og framkvæmdastjóri Sjöstrand.

Smart, hrátt og einfalt.
Kaffiþyrstir höfuðborgarbúar lögðu leið sína í Borgartún síðastliðinn föstudagsmorgun.
Gunnar Steinn og Rósa María.
Saga Sig og Vilhelm.
Erna Hrund Hermannsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×