Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 17:03 Kirsty Coventry er fremsta íþróttakona í sögu Simbabve og er í dag íþróttamálaráðherra þjóðarinnar. Getty/Mark Metcalfe Sjö manns sækjast eftir því að verða næsti forseti Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, í mars á næsta ári þegar núverandi forseti, Thomas Bach, lætur af störfum. Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó. Ólympíuleikar Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira
Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó.
Ólympíuleikar Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sjá meira