Innherji

Vænta þess að verð­bólgan verði orðin ná­lægt fimm prósentum í árs­lok

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en þegar peningastefnunefnd bankans kemur saman að nýju eftir rétt ríflega tvær vikur er útlit fyrir að verðbólgan hafi hjaðnað enn frekar frá síðasta mánuði. 
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en þegar peningastefnunefnd bankans kemur saman að nýju eftir rétt ríflega tvær vikur er útlit fyrir að verðbólgan hafi hjaðnað enn frekar frá síðasta mánuði. 

Útlit er fyrir að árstaktur verðbólgunnar muni lækka nokkuð í septembermánuði, ef marka má meðalspá banka og greinenda, og hún verði komin nálægt fimm prósentum í árslok og hafi þá ekki verið lægri í þrjú ár. Þrátt fyrir að verðbólgan sé að hjaðna er talið afar ósennilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans hefji vaxtalækkunarferlið þegar hún kemur saman eftir um tvær vikur.


Tengdar fréttir

Vonast til að stutt sé í vaxta­lækkanir og þær verði „nokkuð hraðar“

Skýr merki eru um að hátt vaxtastig sé farið að þrengja mjög að lántökum, einkum fyrirtækjum, og gangi verðbólgan niður næstu mánuði er útlit fyrir að raunvextirnir muni hækka verulega, segir bankastjóri Íslandsbanka. Hann brýnir peningastefnunefnd Seðlabankans til að vera framsýna í ákvörðunum sínum og telur að aðstæður séu að skapast til að hefja vaxtalækkunarferlið.

Á­hyggju­efni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðla­bankarnir lækka vexti

Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.

Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka um­svif sín á láns­fjár­markaði

Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×