Rúnar Páll: Fáránlega mikið af mörkum á okkur sem boðar ekki gott Árni Jóhannsson skrifar 16. september 2024 23:01 Mikið hefur gengið á hjá Fylki og mætt á Rúnari Páli í sumar. Vísir/Pawel Fylkir reyndist vera lítil fyrirstaða fyrir Víking í Árbænum í kvöld. Leikið var í 22. umferð Bestu deildar karla og enduðu leikar 0-6 fyrir Fossvogspilta. Þjálfari Fylkis, Rúnar Páll Sigmundsson sá það að liðið hans mætti ofjarli sínum í kvöld. „Það er bara hárrétt hjá þér. Við áttum ekki breik í þá og við vorum ekki góðir. Þeir hinsvegar voru hrikalega öflugir og létu okkur líta illa út. Þannig að við áttum mjög erfitt kvöld og það er erfitt að ljúka þessu móti svona. Við verðum að koma grimmari inn í þessa úrslitakeppni ef við ætlum að bjarga okkur frá falli.“ Rúnar Páll var þá spurður að því hvort hann hafi getað beðið sína menn um meira en þeir sýndu í kvöld. „Víkingur er bara þannig. Þrjú núll og tvö skot utan af velli og frábær mörk. Við ráðum ekki við það en við vorum með 10 menn fyrir aftan boltann. Matthias Præst missir boltann klaufalega þarna og okkur er refsað bara. Ég held að Víkingur hafi svo bara ekki fengið fleiri færi en þessi sex sem þeir nýttu. Við lágum hrikalega aftarlega í fyrri hálfleik og staðan var 3-0 í hálfleik. Við reyndum að fara ofar í seinni og pressa ofar og þeir skoruðu líka þrjú mörk á okkur þá. Það skipti ekki máli að vera í lágpressu eða hápressu. Við bara mættum ofjarli okkar. Víkingur er öflugt lið og við bara réðum ekki við þá.“ Rúnar Páll var svo beðinn um að gera upp þessa 22 leiki sem búnir eru og fór hann um víðan völl. „Það er erfitt að segja núna. Við erum bara búnir að eiga mjög erfitt sumar og það er bara staðreynd. Margt gengið á og við fengum ekki þær styrkingar sem við vildum fá. Hvorki fyrir mót né í glugganum um mitt sumar. Þannig séð er þetta ekki nógu gott. Við erum búnir að fá á okkur fáránlega mikið af mörkum sem boðar ekki gott. Þannig að 17 stig eftir 22 leiki er ekki góður árangur og það er staðreynd.“ „Við eigum samt möguleika á að bjarga okkur. Við erum nálægt hinum liðunum fyrir ofan okkur og við þurfum bara að gleyma þessu. Við stóðum okkur ekki vel í þessu móti en við getum staðið okkur vel í þessum fimm leikjum sem eftir eru og við ætlum okkur það. Fylkir ætlar sér það. Við erum staðráðnir í að halda okkur í þessari deild. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
„Það er bara hárrétt hjá þér. Við áttum ekki breik í þá og við vorum ekki góðir. Þeir hinsvegar voru hrikalega öflugir og létu okkur líta illa út. Þannig að við áttum mjög erfitt kvöld og það er erfitt að ljúka þessu móti svona. Við verðum að koma grimmari inn í þessa úrslitakeppni ef við ætlum að bjarga okkur frá falli.“ Rúnar Páll var þá spurður að því hvort hann hafi getað beðið sína menn um meira en þeir sýndu í kvöld. „Víkingur er bara þannig. Þrjú núll og tvö skot utan af velli og frábær mörk. Við ráðum ekki við það en við vorum með 10 menn fyrir aftan boltann. Matthias Præst missir boltann klaufalega þarna og okkur er refsað bara. Ég held að Víkingur hafi svo bara ekki fengið fleiri færi en þessi sex sem þeir nýttu. Við lágum hrikalega aftarlega í fyrri hálfleik og staðan var 3-0 í hálfleik. Við reyndum að fara ofar í seinni og pressa ofar og þeir skoruðu líka þrjú mörk á okkur þá. Það skipti ekki máli að vera í lágpressu eða hápressu. Við bara mættum ofjarli okkar. Víkingur er öflugt lið og við bara réðum ekki við þá.“ Rúnar Páll var svo beðinn um að gera upp þessa 22 leiki sem búnir eru og fór hann um víðan völl. „Það er erfitt að segja núna. Við erum bara búnir að eiga mjög erfitt sumar og það er bara staðreynd. Margt gengið á og við fengum ekki þær styrkingar sem við vildum fá. Hvorki fyrir mót né í glugganum um mitt sumar. Þannig séð er þetta ekki nógu gott. Við erum búnir að fá á okkur fáránlega mikið af mörkum sem boðar ekki gott. Þannig að 17 stig eftir 22 leiki er ekki góður árangur og það er staðreynd.“ „Við eigum samt möguleika á að bjarga okkur. Við erum nálægt hinum liðunum fyrir ofan okkur og við þurfum bara að gleyma þessu. Við stóðum okkur ekki vel í þessu móti en við getum staðið okkur vel í þessum fimm leikjum sem eftir eru og við ætlum okkur það. Fylkir ætlar sér það. Við erum staðráðnir í að halda okkur í þessari deild.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira