Lífið

Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Brynjar tók eldsnemma á móti Sindra í morgunkaffi.
Brynjar tók eldsnemma á móti Sindra í morgunkaffi.

Hann þolir ekki óheiðarleika en segir þó flesta vera ágæta. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Brynjars Níelssonar og kynntist mýkri hliðinni hjá alþingismanninum fyrrverandi.

Brynjar er einn þeirra sem þorir að segja hlutina sama hversu óþægilegir þeir kunna að vera. Hann er skemmtilegur og fyndinn fýlupúki sem elskar að stuða.

Móðurættin vinstri sinnuð

Í þættinum ræðir Brynjar fjölskylduna, syni sína tvo og menntaskólaárin í MH þar sem honum þótti allir fremur listhneigðir. Brynjar er fæddur í Hlíðunum þar sem hann býr enn og þar ólst hann upp með tveimur eldri bræðrum.

Pabbi hans var rútu- og leigubílstjóri og mamma hans vann allskonar, var matráður og afgreiðslukona í verslun og alltaf útivinnandi. En hvar voru þau í pólitík?

„Móðurættin var öll vinstrisinnuð. Ég er ekki einu sinni viss að mamma mín hefði kosið mig ef ég hefði verið á þingi. En föðurættin var nú öll frekar hægrisinnuð held ég.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×