Lífið

Komo keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Komo verðlaun 2024.jpeg

Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubitaverðlaunum. Um er að ræða stærstu götutakeppni í heimi þar sem nítján þjóðir keppist um titillinn: Besti Götubitinn í Evrópu.

Keppnin sjálf fer fram í Saarbrucken í Þýskalandi dagana 4. - 6. október næstkomandi.

Atli hjá Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til níu verðlauna. Í ár sigraði hann í flokkunum: „Besti smábitinn“ og „ Besti grænmetisbitinn“ 

Í fyrra sigraði hann einnig í flokknum „Besti smábitinn“ með Korean fried tiger balls- réttinum, en fyrrnefndir réttir verða á boðstólum á hátíðinni.

KOMO

Fyrir áhugasama er hægt að fyglajst með ferðalagi Atla á samfélagsmiðlum Komo á Facebook og Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×