Lífið

Selur slapp úr hvalskjafti

Samúel Karl Ólason skrifar
Hnúfubakurinn kom aftur upp á yfirborðið til að losa sig við selinn sem hann hafði óvart gleypt.
Hnúfubakurinn kom aftur upp á yfirborðið til að losa sig við selinn sem hann hafði óvart gleypt. AP/Brooke Casanova hjá Blue kingdom whale and wildlife tours

Ferðamenn í Hvalaskoðun undan ströndum Washington-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku sáu heldur óhefðbundna sýn þegar þau sáu sel í hvalskjafti. Hnúfubakurinn hafði óvart gleypt selinn en kom aftur upp á yfirborðið til að losna við selinn.

Starfsmenn Blue kingdom whale and wildlife tours voru þá að fylgjast með hnúfubak éta fisk en það gerir hvalurinn með því að opna kjaftinn upp á gátt og synda í gegnum torfuna. Hann var þó ekki einn á veiðum.

Hvalurinn kom fljótt aftur upp á yfirborðið og opnaði og lokaði kjaftinum.

Áhorfendur áttuðu sig ekki á því hvað var að gerast en töldu svo fyrst að hvalurinn hefði óvart gleypt fugl. Fljótt kom þó í ljós að það var ekki fugl heldur selur sem hafði lent í kjafti hnúfubaksins.

„Þetta var fyndið, fyndið augnablik fyrir alla. Ég meina, það var örugglega ekki fyndið fyrir selinn,“ sagði Tyler McKeen, skipstjóri hvalaskoðunarbátsins við AP fréttaveituna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.