Göngutúr með umhverfissálfræðingi: „Árás inn í umhverfið“ og vannýttasta horn borgarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2024 10:03 Nokkrir áfangastaðir í göngutúr fréttamanns og Páls Jakobs Líndal doktors í umhverfissálfræði í Íslandi í dag. Frá vinstri: horn við Ráðhúsið sem Páll telur afar vannýtt, Smiðja skrifstofubygging Alþingis og Parliament hotel við Kirkjustræti. Doktor í umhverfissálfræði telur að sagnfræði og tilfinningaleg tengsl hafi víða orðið útundan við uppbyggingu í miðborginni síðustu misseri. Við fórum með honum í göngutúr um miðborgina í Íslandi í dag. Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal. Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Uppbygging í hjarta miðbæjarins hefur verið hröð undanfarin ár. Margir fagna henni á meðan aðrir hafa verið gagnrýnni; skoðanir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins á Smiðju, nýju skrifstofuhúsnæði Alþingis, eru nærtækt dæmi. Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði hefur, eins og Sigmundur, verið áberandi í umræðu um skipulagsmál - og hann er að sumu leyti sammála formanninum. Í spilaranum hér fyrir ofan má fylgjast með göngutúr Páls og fréttamanns um miðborgina. Fyrsta stopp er við rætur Ráðhússins, á horni sem Páll lýsir raunar sem einu af þeim allra bestu í borginni - þ.e. ef eitthvað hefði verið gert við það, annað en að koma upp bekk þar sem hægt er að fylgjast með bílaumferð inn og út úr bílakjallara Ráðhússins. Við stöldrum einnig við áðurnefnda Smiðju á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis, sem Páll lýsir sem „árás“ inn í umhverfið, og röltum eftir Kirkjustræti, þar sem mikið hefur verið byggt og endurnýjað að undanförnu. Við tökum einnig fyrir Hafnartorg og Landsbankahúsið, auk þess sem Páll sýnir okkur sitt eftirlætishorn í miðbænum. Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði.Skjáskot/Stöð 2 Ekki fastur í fortíðinni En, væri ekki hægt að segja að Páll sé hreinlega fastur í fortíðinni? Straumar og stefnur í arkítektúr taka auðvitað breytingum í tímans rás. Er þessi hugmynd um sniðgöngu sagnfræðinnar ekki forneskjuleg? Páll vill ekki meina að svo sé. „Jú jú, vissulega eru straumar og stefnur í arkítektúr og það verður alveg að virða það að auðvitað er ekki gaman að vera arkítekt og teikna það sama aftur og aftur, og auðvitað vill maður þróast sem fagmaður. En það það er bara þannig að í sálfræðilegu samhengi skiptir saga okkur máli og sögulegar tengingar skipta okkur máli. Og eftir því sem þær eru sterkari því betri áhrif hefur umhverfið á okkur,“ segir Páll Jakob Líndal.
Skipulag Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira