Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 07:02 Aramco hefur eytt gríðarlegum fjármunum í að reyna fegra ímynd sína undanfarin ár. Er fyrirtækið til að mynda einn helsti styrktaraðili Formúlu 1. Bradley Collyer/Getty Images Fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti hafa eytt meira en 762 milljörðum íslenskra króna í íþróttaþvott til að bæta ímynd sína. Aramco frá Sádi-Arabíu toppar listann, þar á eftir koma fyrirtæki á borð við Ineos, Shell og TotalEnergies. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI. Bensín og olía Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI.
Bensín og olía Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Sjá meira