Veðmál systkina til lykta leitt: „Veit að ég mun aldrei tapa fyrir honum“ Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2024 07:03 Óttar Gunnlaugsson og Eygló Rún Karlsdóttir takast á við sitt fyrsta bakgarðshlaup í dag. Vísir „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa fyrir honum,“ segir Eygló Rún Karlsdóttir sem ásamt bróður sínum, Óttari Gunnlaugssyni, keppir í fyrsta sinn í bakgarðshlaupi í dag. Refsing bíður þess sem kemst styttra og virðast systkinin afar misvel undirbúin. Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa hefst klukkan 9 í Heiðmörk og er í beinni útsendingu á Vísi. Systkinin Eygló og Óttar hlaupa þá af stað fyrsta 6,7 kílómetra hringinn og þurfa líkt og aðrir að klára þann hring á innan við klukkutíma til að fá að halda áfram. Keppendur hvíla svo þar til að nýr klukkutími hefst og þurfa þá aftur að klára hring á innan við klukkutíma, til að falla ekki úr keppni. Eygló og Óttar renna nokkuð blint í sjóinn enda bakgarðshlaup ólík öðrum keppnishlaupum, en þau fóru yfir málin í viðtali við Garp Elísabetarson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Systkinaslagur í Bakgarðshlaupinu „Ég ætla að hlaupa einum hring lengra en hún,“ segir Óttar um sitt markmið. „Og ég ætla að hlaupa endalaust,“ bætir Eygló við kankvís. Þykist ekkert hafa æft Eygló hefur undirbúið sig vandlega fyrir keppnina, bæði með æfingum og vali á réttum græjum og nesti. En Óttar? „Ég hef ekki æft mig neitt. En ég er statt og stöðugt í langan tíma búinn að vera að sannfæra hana um að ég sé búinn að vera að æfa mig. Svo er ég búinn að sannfæra hana um að ég sé ekkert búinn að æfa mig,“ segir Óttar og hefur þannig ítrekað ruglað í systur sinni sem trúir því nú tæplega að hann hafi ekkert æft sig: „En alltaf þegar hann er búinn að vera að „mindfucka“ mig með því að segjast vera að æfa, þá hefur það gefið mér búst. Þá hef ég æft aðeins meira og farið lengra.“ Óttar heldur áfram að rugla í systur sinni í viðtalinu: „Ég held að þetta verði þannig að þegar ég verð dottinn út, ábyggilega nokkuð snemma, þá mun ég vera þarna að hvetja hana áfram.“ „Ertu að viðurkenna að þú munir tapa?“ spyr Eygló. „Já. Eða sko, þú getur ekki látið óæfðan mann vinna þig,“ svarar Óttar og glottir. „Svo er Dominos með heimsendingu“ Garpur ákvað refsingu fyrir þann sem kemst styttra í keppninni, og þarf það systkini að mæta í beina útsendingu og viðurkenna vanmátt sinn gagnvart systkini sínu. En þau eru bæði kokhraust, þó þau virðist hafa hugað mismikið að klæðnaði og næringu: „Stuttbuxur, húfa, bolur og tveir jafnhraðir. Ekkert vesen. Svo er Dominos með heimsendingu. Þetta verður aldrei vesen,“ segir Óttar. „Ég veit að ég mun náttúrulega aldrei tapa, en ef eitthvað kæmi upp á, ég myndi misstíga mig og þurfa að hætta…“ segir Eygló. „Þá myndi ég hætta,“ fullyrðir Óttar en hljómar samt ekki eins og að hann myndi láta sér renna úr greipum tækifærið til að vinna systur sína. Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira