Hlaupararnir fá eina klukkustund til að hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og verður hlaupið þar til einungis einn er eftir.
Tíu hlauparar fóru 24 hringi, sem eru hundrað mílur og þykir mikill áfangi. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af hlaupinu hér á Vísi.
Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Viktor Freyr Arnarsson tók í gær og í nótt.
















