Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 6-1 | Blikar skoruðu sex og eru áfram á toppnum Dagur Lárusson skrifar 22. september 2024 16:00 vísir/anton Breiðablik var í miklum ham gegn Þór/KA í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í dag. Blikar unnu 6-1 sigur en öll mörk þeirra komu í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn var Breiðablik í efsta sæti deildarinnar með 54 stig á meðan gestirnir voru í þriðja sætinu með 33 stig. Það var orrahríð að marki gestanna alveg frá fyrstu mínútu og það leið því ekki að löngu þar til fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós og var það Samantha Rose Smith sem skoraði það eftir undirbúning frá Andreu Rut en markið kom á 7. mínútu leiksins Samantha var þó heldur betur ekki hætt því hún var aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum síðar þegar hún og Agla María sýndu hvað þær hafa verið að æfa á æfingasvæðinu hvað hornspyrnur varðar. Agla María sendi boltann meðfram jörðinni rétt fyrir utan markteiginn þar sem Samantha mætti eftir að hafa falið sig bakvið allann pakkann og þrumaði boltanum í netið. Staðan orðin 2-0. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan síðan orðin 3-0 og aftur var það Agla María sem tók hornspyrnu en í þetta skiptið lyfti hún boltanum upp á markteiginn þar sem Samantha reis hæst allra og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 3-0 og Samantha búin að skora þrennu á fjórtán mínútum. Áfram héldu Blikar að sækja og næsta mark leiksins kom 20. mínútu og var Andrea Rut sem skoraði það eftir laglegt samspil við Vigdísi Lilju. Staðan orðin 4-0. Samantha var aftur á ferðinni á 39. mínútu en í þetta skiptið lagði hún upp markið. Hún fékk boltann rétt fyrir utan teig hægra megin og fór alveg að endalínunni og átti fasta fyrirgjöf inn á teig þar sem Kristín Dís kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 5-0 og var það síðan Vigdís Lilja sem skoraði sjötta markið rétt áður en flautað var til hálfleiks en það kom eftir mikinn darraðadans í teignum. Gestirnir virtust hafa hreinsað boltann frá en dómari leiksins vildi meina að boltinn hafi farið yfir línunni og staðan því 6-0 í hálfleik hvorki meira nú minna. Það var fátt um fína drætti í seinni hálfleiknum en aðeins eitt mark lét sjá sig þar og var það auðvitað markadrottning deildarinnar, Sandra María Jessen, sem skoraði það fyrir gestina. Lokatölur á Kópavogsvelli því 6-1 og Blikar áfram á toppi deildarinnar, nú með 57 stig. Atvik leiksins Eflaust þegar Samantha skoraði sitt þriðja mark á 14.mínútu. Það að skora þrennu á fjórtán mínútum er hreint út sagt ótrúlegt. Stjörnurnar og skúrkarnir Stjarna leiksins er Samantha Rose Smith, það er bara einfalt val. Hún skoraði þrennu og lagði upp eitt mark. Hvað skúrka varðar er hægt að velja allt lið gestanna því þær mættu ekki til leiks, svo einfalt er það. Dómararnir Fór lítið fyrir þeim sem er alltaf gott merki og fá þeir því toppeinkunn frá mér. Stemningin og umgjörð Stemningin á Kópavogsvelli var frábær og það er ljóst að stuðningsmenn Blika finna lyktina af bikarnum og eftir svona frammistöðu á liðið einfaldlega skilið að vinna hann. „Þetta er ekki boðlegt“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Diego „Núna er ég eiginlega bara að hugsa um að koma mér héðan og heim,“ byrjaði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA að segja eftir tap liðsins gegn Breiðablik í dag. „Það er ekkert hægt að spá mikið í þetta svona stuttu eftir leik held ég. Við töluðum aðeins saman inn í klefa en við munum tala betur saman á morgun. En það er alveg klárt að þetta er ekki boðlegt og bæði ég og leikmennirnir vita það,“ hélt Jóhann áfram að segja. „Sérstaklega gegn besta liði landsins sem kemur hérna fljúgandi og fær að leika sér í garðinum heima hjá sér í góðu veðri nánast án truflunar, það er bara ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA.“ „6-0 á aldrei að vera munurinn á einhverju liði og okkur,“ endaði Jóhann að segja. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA
Breiðablik var í miklum ham gegn Þór/KA í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í dag. Blikar unnu 6-1 sigur en öll mörk þeirra komu í fyrri hálfleik. Fyrir leikinn var Breiðablik í efsta sæti deildarinnar með 54 stig á meðan gestirnir voru í þriðja sætinu með 33 stig. Það var orrahríð að marki gestanna alveg frá fyrstu mínútu og það leið því ekki að löngu þar til fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós og var það Samantha Rose Smith sem skoraði það eftir undirbúning frá Andreu Rut en markið kom á 7. mínútu leiksins Samantha var þó heldur betur ekki hætt því hún var aftur á ferðinni aðeins fimm mínútum síðar þegar hún og Agla María sýndu hvað þær hafa verið að æfa á æfingasvæðinu hvað hornspyrnur varðar. Agla María sendi boltann meðfram jörðinni rétt fyrir utan markteiginn þar sem Samantha mætti eftir að hafa falið sig bakvið allann pakkann og þrumaði boltanum í netið. Staðan orðin 2-0. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan síðan orðin 3-0 og aftur var það Agla María sem tók hornspyrnu en í þetta skiptið lyfti hún boltanum upp á markteiginn þar sem Samantha reis hæst allra og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 3-0 og Samantha búin að skora þrennu á fjórtán mínútum. Áfram héldu Blikar að sækja og næsta mark leiksins kom 20. mínútu og var Andrea Rut sem skoraði það eftir laglegt samspil við Vigdísi Lilju. Staðan orðin 4-0. Samantha var aftur á ferðinni á 39. mínútu en í þetta skiptið lagði hún upp markið. Hún fékk boltann rétt fyrir utan teig hægra megin og fór alveg að endalínunni og átti fasta fyrirgjöf inn á teig þar sem Kristín Dís kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 5-0 og var það síðan Vigdís Lilja sem skoraði sjötta markið rétt áður en flautað var til hálfleiks en það kom eftir mikinn darraðadans í teignum. Gestirnir virtust hafa hreinsað boltann frá en dómari leiksins vildi meina að boltinn hafi farið yfir línunni og staðan því 6-0 í hálfleik hvorki meira nú minna. Það var fátt um fína drætti í seinni hálfleiknum en aðeins eitt mark lét sjá sig þar og var það auðvitað markadrottning deildarinnar, Sandra María Jessen, sem skoraði það fyrir gestina. Lokatölur á Kópavogsvelli því 6-1 og Blikar áfram á toppi deildarinnar, nú með 57 stig. Atvik leiksins Eflaust þegar Samantha skoraði sitt þriðja mark á 14.mínútu. Það að skora þrennu á fjórtán mínútum er hreint út sagt ótrúlegt. Stjörnurnar og skúrkarnir Stjarna leiksins er Samantha Rose Smith, það er bara einfalt val. Hún skoraði þrennu og lagði upp eitt mark. Hvað skúrka varðar er hægt að velja allt lið gestanna því þær mættu ekki til leiks, svo einfalt er það. Dómararnir Fór lítið fyrir þeim sem er alltaf gott merki og fá þeir því toppeinkunn frá mér. Stemningin og umgjörð Stemningin á Kópavogsvelli var frábær og það er ljóst að stuðningsmenn Blika finna lyktina af bikarnum og eftir svona frammistöðu á liðið einfaldlega skilið að vinna hann. „Þetta er ekki boðlegt“ Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA.Vísir/Diego „Núna er ég eiginlega bara að hugsa um að koma mér héðan og heim,“ byrjaði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA að segja eftir tap liðsins gegn Breiðablik í dag. „Það er ekkert hægt að spá mikið í þetta svona stuttu eftir leik held ég. Við töluðum aðeins saman inn í klefa en við munum tala betur saman á morgun. En það er alveg klárt að þetta er ekki boðlegt og bæði ég og leikmennirnir vita það,“ hélt Jóhann áfram að segja. „Sérstaklega gegn besta liði landsins sem kemur hérna fljúgandi og fær að leika sér í garðinum heima hjá sér í góðu veðri nánast án truflunar, það er bara ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA.“ „6-0 á aldrei að vera munurinn á einhverju liði og okkur,“ endaði Jóhann að segja.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Körfubolti
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Körfubolti