Lóa var til umfjöllunar í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar í umsjón Auðuns Blöndal. Í þættinum ræðir Lóa meðal annars um það hvernig unglingsárin voru.
„Ég var svo þunglyndur unglingur. Og þegar ég var að klára LHÍ var einhvern veginn eini metnaðurinn minn eftir það var að líða ekki illa,“ segir Lóa og heldur áfram.
„Það var rosalega erfitt að útskýra það fyrir metnaðargjörnum vinum. Núna hef ég aðeins verið að ströggla við það hvað við erum að gera því þetta er allt svo mikið fjör því mér hefur fundist fjör rosalega óviðeigandi núna þegar maður er bara með þjóðarmorð í símanum sínum og allt pínu að versna í heiminum,“ segir Lóa.
Hún segir frá viðtali við mann sem útskýrði að ekki væri hægt að skrúfa niður í allri gleði heimsins. Gleði væri oft notað sem mannréttindabarátta.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi.