Sólveig keppti ólétt og á leið í þungunarrof Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 09:31 Sólveig Sigurðardóttir var að ganga í gegnum afar erfiða tíma þegar hún keppti í fyrsta og eina sinn á heimsleikunum í crossfit. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir, sem var ein fremsta Crossfit-kona Íslands, hefur nú útskýrt hvað hún gekk í gegnum á sínum fyrstu og einu heimsleikum, árið 2022. Hún keppti á leikunum ólétt og búin að ákveða að fara í þungunarrof. Sólveig greinir frá þessu í viðtali í Dagmálum á mbl.is. Þessi 29 ára íþróttakona hefur áður talað um að sér hafi fundist hún hafa valdið vinum og fjölskyldu vonbrigðum með frammistöðu sinni á heimsleikunum, þar sem hún endaði í 34. sæti af 39 keppendum. Hún ætlaði sér mun meira en hefur nú greint frá því að sex vikum fyrir heimsleikana komst hún að því að hún væri ólétt. „Ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu persónulega lífi þegar ég komst að því að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður en mig hefur oft langað til þess að ræða þetta því mér finnst leiðinlegt hvernig fór á heimsleikunum. Ég hef viljað útskýra það fyrir fólki af hverju mér gekk svona illa. Ég var í sambandi með manni sem ég vissi innst inni að ég ætti ekki að vera með. Þetta var ekki gott samband og ég náði í raun ekki að undirbúa mig almennilega fyrir heimsleikana. Það komst ekkert annað að en óléttan. Ég stóð líka frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun. Að fara í þungunarrof er mjög erfið ákvörðun og þetta er ákvörðun sem þú þarft að lifa með allt þitt líf. Það fer engin kona í þungunarrof af einhverri léttúð,“ sagði Sólveig í Dagmálum. Hún náði því aldrei að njóta sín á heimsleikunum sem höfðu verið hennar draumur og markmið í langan tíma. „Ég var í hálfgerðu móki á heimsleikunum. Ég var stödd á Mallorca að æfa þegar ég komst að þessu [að hún væri ólétt] og ég gerði mér engan veginn grein fyrir ferlinu sem var að fara af stað þarna. Ég kem heim því í mínum fullkomna heimi þá hélt ég að ég gæti bara látið þetta hverfa og svo undirbúið mig fyrir heimsleikana af fullum krafti. Konur sem hafa gengið í gegnum þetta vita hins vegar að þetta er ekki alveg svona einfalt. Úr varð að ég þurfti að keppa ófrísk á heimsleikunum. Þessi tími í mínu lífi er í algjörri móðu og ég var í rauninni bara á botninum. Það komst heldur ekkert annað að í hausnum á mér en hvað tæki við hjá mér strax eftir heimsleikana. Ég naut mín ekki í eina sekúndu,“ sagði Sólveig. Tímabil sem tók of mikinn toll Hún reyndi svo aftur að komast á heimsleikana árið 2023 en sat þá eftir í undanúrslitunum. Hún greindi svo síðar frá því að hún væri hætt að keppa í crossfit og fór yfir þá ákvörðun á myndbandsbloggi sínu á YouTube. Þar kvaðst hún hafa verið að glíma við persónuleg vandamál sem hún vildi þó ekki ræða nánar á þeim tímapunkti. „Ég hef notið íþróttaferils míns mjög mikið og hann hefur kennt mér svo mikið um mig sjálfa. Ég væri ekki sú persóna sem ég er í dag nema fyrir öll þessi ár mín í CrossFit. Það eru liðin tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit og þetta er búið að vera ferðalag sem ég gat ekki séð fyrir,“ sagði Sólveig í myndbandsblogginu og kvaðst þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hefði fengið og skapað sér sjálf. Fyrrnefndir heimsleikar árið 2022 tóku hins vegar skiljanlega mikið á. „Ég hefði viljað sjá mig vera hundrað prósent þarna því ég náði ekki að gera mitt besta. Ég stóð mig ekki nógu vel og ég er leið yfir því. Það tímabil tók mikinn toll af mér andlega.“ CrossFit Þungunarrof Tengdar fréttir Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Sólveig greinir frá þessu í viðtali í Dagmálum á mbl.is. Þessi 29 ára íþróttakona hefur áður talað um að sér hafi fundist hún hafa valdið vinum og fjölskyldu vonbrigðum með frammistöðu sinni á heimsleikunum, þar sem hún endaði í 34. sæti af 39 keppendum. Hún ætlaði sér mun meira en hefur nú greint frá því að sex vikum fyrir heimsleikana komst hún að því að hún væri ólétt. „Ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu persónulega lífi þegar ég komst að því að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður en mig hefur oft langað til þess að ræða þetta því mér finnst leiðinlegt hvernig fór á heimsleikunum. Ég hef viljað útskýra það fyrir fólki af hverju mér gekk svona illa. Ég var í sambandi með manni sem ég vissi innst inni að ég ætti ekki að vera með. Þetta var ekki gott samband og ég náði í raun ekki að undirbúa mig almennilega fyrir heimsleikana. Það komst ekkert annað að en óléttan. Ég stóð líka frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun. Að fara í þungunarrof er mjög erfið ákvörðun og þetta er ákvörðun sem þú þarft að lifa með allt þitt líf. Það fer engin kona í þungunarrof af einhverri léttúð,“ sagði Sólveig í Dagmálum. Hún náði því aldrei að njóta sín á heimsleikunum sem höfðu verið hennar draumur og markmið í langan tíma. „Ég var í hálfgerðu móki á heimsleikunum. Ég var stödd á Mallorca að æfa þegar ég komst að þessu [að hún væri ólétt] og ég gerði mér engan veginn grein fyrir ferlinu sem var að fara af stað þarna. Ég kem heim því í mínum fullkomna heimi þá hélt ég að ég gæti bara látið þetta hverfa og svo undirbúið mig fyrir heimsleikana af fullum krafti. Konur sem hafa gengið í gegnum þetta vita hins vegar að þetta er ekki alveg svona einfalt. Úr varð að ég þurfti að keppa ófrísk á heimsleikunum. Þessi tími í mínu lífi er í algjörri móðu og ég var í rauninni bara á botninum. Það komst heldur ekkert annað að í hausnum á mér en hvað tæki við hjá mér strax eftir heimsleikana. Ég naut mín ekki í eina sekúndu,“ sagði Sólveig. Tímabil sem tók of mikinn toll Hún reyndi svo aftur að komast á heimsleikana árið 2023 en sat þá eftir í undanúrslitunum. Hún greindi svo síðar frá því að hún væri hætt að keppa í crossfit og fór yfir þá ákvörðun á myndbandsbloggi sínu á YouTube. Þar kvaðst hún hafa verið að glíma við persónuleg vandamál sem hún vildi þó ekki ræða nánar á þeim tímapunkti. „Ég hef notið íþróttaferils míns mjög mikið og hann hefur kennt mér svo mikið um mig sjálfa. Ég væri ekki sú persóna sem ég er í dag nema fyrir öll þessi ár mín í CrossFit. Það eru liðin tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit og þetta er búið að vera ferðalag sem ég gat ekki séð fyrir,“ sagði Sólveig í myndbandsblogginu og kvaðst þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hefði fengið og skapað sér sjálf. Fyrrnefndir heimsleikar árið 2022 tóku hins vegar skiljanlega mikið á. „Ég hefði viljað sjá mig vera hundrað prósent þarna því ég náði ekki að gera mitt besta. Ég stóð mig ekki nógu vel og ég er leið yfir því. Það tímabil tók mikinn toll af mér andlega.“
CrossFit Þungunarrof Tengdar fréttir Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31