Pavel nýr liðsmaður Bónus Körfuboltakvölds Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Pavel reynir fyrir sér á nýjum vettvangi í vetur. vísir/bára Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta sem leikmaður og þjálfari, verður í hópi sérfræðinga í Bónus Körfuboltakvöldi á komandi keppnistímabili í Bónus deild karla. Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit