Lífið

Per­sónu­legt á­fall varð kveikjan að laginu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Jörundur er magnaður lagahöfundur.
Björn Jörundur er magnaður lagahöfundur.

Í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar fór Björn Jörundur yfir það hvernig lagið Ég ætla brosa kom til sín.

Á þeim tíma hafði hann verið að vinna sig út úr áfalli, eitt af mörgum eins og hann orðar það sjálfur. Lagið kom út árið 2012.

„Ég held að þegar manni líður illa þá er maður meira einn heima hjá sér að semja. Svo þegar manni líður vel þá er maður líklega bara að gera eitthvað annað skemmtilegt, tennis eða eitthvað,“ segir Björn Jörundur sem fer næst yfir það hvernig lagið Ég ætla brosa kom til hans.

„Þá lenti ég í einhverjum ægilegum áföllum persónulega og ég man ekki hvaða áfall, þau eru svo mörg. Þetta er niðursoðinn sannleikur hvernig maður bregst við áföllum. Maður fer inn á við í vini og fjölskyldu og svo reynir maður að brosa,“ segir Björn og tekur þá upp á því að fara með texta úr laginu.

„Eigum við eitthvað annað en hvort annað sem skiptir máli á örlagabáli. Við eigum hvort annað, hvort annað að. Ég ætla brosa, brosa til þín. Því allt verður betra ef þú brosir til mín.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti sem var sá síðasti í þessari þáttaröð.

Klippa: Áfall sem var kveikjan af laginu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×