Þetta kemur fram í starfsauglýsingu fyrir rekstrarstjóra keðjunnar Wok to walk, sem er sögð stærsta keðja af Wok-veitingastöðum í Evrópu og reka yfir eitt hundrað veitingastaði meðal annars í London, Barcelona, Amsterdam og New York.
Reynslubolti framkvæmdastjóri
Þá segir að framkvæmdastjóri Wok to walk á Íslandi sé Einar Örn Einarsson, sem hafi yfir tuttugu ára reynslu af stofnun og rekstri veitingastaða á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð.
Einar Örn er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað veitingastaðakeðjuna Serrano.
Ferð til Barcelona í boði
Í auglýsingunni segir að stefnt sé að því að opna þrjá til fjóra veitingastaði á næstu tólf mánuðum frá og með nóvember. Rekstrarstjóri muni hafa yfirumsjón með daglegum rekstri á veitingastöðunum.
Undir liðnum fríðindi í starfi segir að þjálfun rekstrarstjóra muni fara fram í höfuðsstöðvum veitingastaðkeðjunnar í Barcelona. Flug, gisting og uppihald verði greitt af vinnuveitanda.