Von er á barninu í heiminn í vor. Beatrice er barnabarn Elísabetar heitinnar Bretlandsdrottningar og dóttir Andrésar Bretaprinsar. Hún og Mozzi giftu sig svo athygli vakti í kyrrþey árið 2020.
Fyrir eiga þau Mozzi eina dóttur, hina þriggja ára gömlu Siennu. Þá á Mozzi átta ára gamlan son úr fyrra sambandi að nafni Wolfie.
Fram kemur í umfjöllun breskra miðla að frændi prinsessunnar, Karl Bretlandskonungur hafi fengið fregnirnar af nýjasta meðlimi fjölskyldunnar. Í tilkynningu frá Buckingham höll segir að fjölskyldan sé himinlifandi með fregnirnar.