Venus skellti Skagamönnum á botninn Þórarinn Þórarinsson skrifar 2. október 2024 10:52 ÍA og Venus börðust á botni Ljósleiðaradeildarinnar í gærkvöld en eftir ágætis byrjun skellti Venus Skagamönnum harkalega í þriðja leik. Fimmta umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike hófst í gærkvöld með tveimur leikjum þar sem Höttur sigraði Ármann 2-0 og ÍA tapaði í botnbaráttuleik fyrir Venus 1-2. Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign ÍA og Venus í beinni útsendingu en áður en leikar hófust hafði hvorugt liðið unnið leik í deildinni. Þeir félagar töluðu því um sannkallaða botnbaráttu og hölluðu sér báðir heldur að ÍA í byrjun. ÍA fór enda vel af stað og vann fyrsta leikinn en Venus tók hraustlega á móti í öðrum leiknum þannig að staðan var 1-1 fyrir þriðja og síðasta leikinn. Þar reyndust Skagamenn hins vegar ekki eiga séns og Venus valtaði yfir þá 4-13. Tómas og Jón Þór sögðu ÍA beinlínis niðurlægt og liðið situr nú í neðsta sæti Ljósleiðaradeildarinnar með 0 stig. Dusty, Þór og Ármann eru enn í þremur efstu sætunum en margt getur breyst á toppnum á fimmtudaginn þegar umferðin klárast með leikjum Dusty og Veca, Kano á móti Þór og viðureign Sögu og Rafík sem þeir Tómas og Jón Þór ætla að lýsa í beinni útsendingu. Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir tvo leiki í 5. umferð er þannig að Dusty er enn á toppnum og ÍA rekur lestina í 10. sæti. Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty aftur á toppinn eftir 4. umferð Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk í gærkvöld með þremur leikjum þar sem Dusty sigraði Rafík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0. 27. september 2024 09:44 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn
Tómas Jóhannsson og Jón Þór Hermannsson lýstu viðureign ÍA og Venus í beinni útsendingu en áður en leikar hófust hafði hvorugt liðið unnið leik í deildinni. Þeir félagar töluðu því um sannkallaða botnbaráttu og hölluðu sér báðir heldur að ÍA í byrjun. ÍA fór enda vel af stað og vann fyrsta leikinn en Venus tók hraustlega á móti í öðrum leiknum þannig að staðan var 1-1 fyrir þriðja og síðasta leikinn. Þar reyndust Skagamenn hins vegar ekki eiga séns og Venus valtaði yfir þá 4-13. Tómas og Jón Þór sögðu ÍA beinlínis niðurlægt og liðið situr nú í neðsta sæti Ljósleiðaradeildarinnar með 0 stig. Dusty, Þór og Ármann eru enn í þremur efstu sætunum en margt getur breyst á toppnum á fimmtudaginn þegar umferðin klárast með leikjum Dusty og Veca, Kano á móti Þór og viðureign Sögu og Rafík sem þeir Tómas og Jón Þór ætla að lýsa í beinni útsendingu. Staðan í Ljósleiðaradeildinni eftir tvo leiki í 5. umferð er þannig að Dusty er enn á toppnum og ÍA rekur lestina í 10. sæti.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Dusty aftur á toppinn eftir 4. umferð Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk í gærkvöld með þremur leikjum þar sem Dusty sigraði Rafík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0. 27. september 2024 09:44 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn
Dusty aftur á toppinn eftir 4. umferð Fjórðu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike lauk í gærkvöld með þremur leikjum þar sem Dusty sigraði Rafík 2-0, Saga lagði Kano 2-1 og Þór hafði betur gegn ÍA 2-0. 27. september 2024 09:44