Tína sveppi í íslenskri náttúru og nýta til fulls Stefán Árni Pálsson skrifar 3. október 2024 10:32 Fjölskyldan er öll í sveppunum. Áhugi Íslendinga á því að tína og nýta matsveppi hefur stóraukist á undanförnum árum. Hjónin og matgæðingarnir Heiða Björg Tómasdóttir og Michele Rebora standa flestum framar þegar kemur að því að tína og matreiða íslenska matsveppi. Þau kenna áhorfendum að matreiða sveppa carpaccio, stórsteik úr kóngssveppi og sérstaka ítalska uppskrift sem fékk Slow Food forsprakka til að missa sig. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kíkja til þeirra hjóna og fá að sjá mismunandi aðferðir við það að matreiða og geyma þessar gjafir náttúrunnar. Michele er ítalskur og ólst upp við þá hefð að fara út í skó með körfu og tína sveppi. Þau hjónin segjast tína tíu mismunandi tegundir sveppa en hverjar eru þumalputtareglurnar og hvað ber að varast? Sigrún Ósk var mjög hrifin af sveppunum. „Þú byrjar á því að læra tína pípusveppi, sveppir sem eru með svona svampi undir. Það er öruggar að byrja svoleiðis. Á Íslandi eru þannig sveppir alltaf í lagi,“ segir Heiða en þau hjónin nefna til sögunnar rauða og hvíta berserkjasvepp sem er eitraður en til að borða þann svepp þarf mjög einbeittan brotavilja. Góð regla er að leita sér alltaf upplýsinga og má til að mynda gera það inni á Facebook-hópun Funga Íslands. Einna algengast er að fólk þurrki sveppi eða steiki og frysti til geymslu. En þau luma á þriðju aðferðinni. „Þetta er mjög algengt á mínum heimaslóðum í kringum Genoa en þeir eru snöggsoðnir í ediki og hvítvíni. Síðan sett í krukku og þar er bætt við lafviðarlaufi, negulnagla og pipar og stundum chilí. Síðan er sett jómfrúarolía og geymt í það minnsta kosti í þrjá mánuði,“ segir Michele og bætir við að þá sé hægt að byrja nota þá sveppi í kringum jólin en annars geymast þeir árum saman. Hann segir að það megi nýta sveppina eins og ólífur, eintóma sem snarl, ofan á pítsu eða sem meðlæti með mat. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig hægt sé að nýta sveppi úr íslenskri náttúru til matargerðar. Ísland í dag Matur Sveppir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Hjónin og matgæðingarnir Heiða Björg Tómasdóttir og Michele Rebora standa flestum framar þegar kemur að því að tína og matreiða íslenska matsveppi. Þau kenna áhorfendum að matreiða sveppa carpaccio, stórsteik úr kóngssveppi og sérstaka ítalska uppskrift sem fékk Slow Food forsprakka til að missa sig. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fékk að kíkja til þeirra hjóna og fá að sjá mismunandi aðferðir við það að matreiða og geyma þessar gjafir náttúrunnar. Michele er ítalskur og ólst upp við þá hefð að fara út í skó með körfu og tína sveppi. Þau hjónin segjast tína tíu mismunandi tegundir sveppa en hverjar eru þumalputtareglurnar og hvað ber að varast? Sigrún Ósk var mjög hrifin af sveppunum. „Þú byrjar á því að læra tína pípusveppi, sveppir sem eru með svona svampi undir. Það er öruggar að byrja svoleiðis. Á Íslandi eru þannig sveppir alltaf í lagi,“ segir Heiða en þau hjónin nefna til sögunnar rauða og hvíta berserkjasvepp sem er eitraður en til að borða þann svepp þarf mjög einbeittan brotavilja. Góð regla er að leita sér alltaf upplýsinga og má til að mynda gera það inni á Facebook-hópun Funga Íslands. Einna algengast er að fólk þurrki sveppi eða steiki og frysti til geymslu. En þau luma á þriðju aðferðinni. „Þetta er mjög algengt á mínum heimaslóðum í kringum Genoa en þeir eru snöggsoðnir í ediki og hvítvíni. Síðan sett í krukku og þar er bætt við lafviðarlaufi, negulnagla og pipar og stundum chilí. Síðan er sett jómfrúarolía og geymt í það minnsta kosti í þrjá mánuði,“ segir Michele og bætir við að þá sé hægt að byrja nota þá sveppi í kringum jólin en annars geymast þeir árum saman. Hann segir að það megi nýta sveppina eins og ólífur, eintóma sem snarl, ofan á pítsu eða sem meðlæti með mat. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem farið er vel yfir það hvernig hægt sé að nýta sveppi úr íslenskri náttúru til matargerðar.
Ísland í dag Matur Sveppir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira