Innherji

Betra að byrja en bíða þangað til hag­kerfið er „sannar­lega komið í kreppu“

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Í viðtali við Innherja minnir hann á að íslenska sé hagkerfið þekkt fyrir að koma okkur ítrekað á óvart. Kaupgeta fólks er almennt öflug og helsti áhættuþátturinn eins og sakir standa er að einkaneyslan hafi ekki sagt sitt síðasta.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar Seðlabankans. Í viðtali við Innherja minnir hann á að íslenska sé hagkerfið þekkt fyrir að koma okkur ítrekað á óvart. Kaupgeta fólks er almennt öflug og helsti áhættuþátturinn eins og sakir standa er að einkaneyslan hafi ekki sagt sitt síðasta. Vísir/Vilhelm

Peningastefnunefnd mat áhættuna af því að byrja vaxtalækkunarferlið minni heldur en að bíða enn lengur og þurfa þá mögulega ráðast í hraðar lækkanir samhliða því að hagkerfið væri að sigla inn í „kreppu,“ að sögn seðlabankastjóra, sem hefur væntingar um að verðbólgan sé að fara koma skarpt niður og aðhaldsstigið gæti því aukist enn frekar. Falli hlutirnir með nefndinni fram að næsta fundi seint í nóvember megi búast við frekari lækkunum en nefndin var ekki sérstaklega með augun á vaxtalækkunum stóru erlendu seðlabankanna að undanförnu við ákvörðun sína þótt ljóst sé að Ísland er mjög tengt þróuninni í Bandaríkjunum.


Tengdar fréttir

Hætt við að ein „aumingja­leg lækkun“ láti hjól hag­kerfisins snúa hraðar á ný

Yfirlýsing peningastefnunefndar til að réttlæta óvænta vaxtalækkun var lítið annað en „kirsuberjatínsla“, gögn sérstaklega dregin fram til að styðja við lækkun, en lítið gert með fyrri orð og gjörðir sem gæti komið niður á trúverðugleika Seðlabankans, að mati greiningar Arion, en ljóst sé að nefndarmenn hafi ekki verið samstíga. Hagfræðingar bankans fara nokkuð hörðum orðum um þá ákvörðun að lækka vexti, sem þeir eru ekki sannfærðir um að sé tekin á réttum tímapunkti, og búið sé að skapa væntingar um frekari vaxtalækkanir sem kunni að ýta undir þenslu og verðbólguþrýsting.

Krónan gefur eftir þegar fjár­festar fóru að vinda ofan af fram­virkum stöðum

Þegar ljóst varð að væntingar um að gjaldeyrisinnstreymi samtímis háönn ferðaþjónustunnar myndi ýta undir gengisstyrkingu krónunnar væru ekki að raungerast fóru fjárfestar að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum um tugi milljarða á nokkrum vikum. Lokanir á þeim stöðum með krónunni hafa átt mestan þátt í því að hún hefur núna ekki verið lægri gagnvart evru í næstum eitt ár, að sögn gjaldeyrismiðlara, og sé líklega búin að færast á nýtt jafnvægisgildi en viðskiptahalli þjóðarbúsins jókst verulega á milli ára á fyrri árshelmingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×