Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Bestu deild karla og NFL

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistarar Víkings eru í beinni í dag.
Íslandsmeistarar Víkings eru í beinni í dag. Vísir/Diego

Að venju er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á veislu í Bestu deild karla í fótbolta og þá er NFL á sínum stað þar sem það er jú sunnudagur.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem KA mætir KR í Bestu deildinni. Klukkan 16.50 er komið að leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar í Bestu. Klukkan 19.00 er svo leikur Breiðabliks og Vals á dagskrá.

Klukkan 21.20 eru Ísey Tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki dagsins í Bestu deild karla.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.30 hefst fyrsti leikur dagsins í NFL þegar New York Jets taka á móti Minnesota Vikings. Klukkan 16.55 er leikur Houston Texans og Buffalo Bills á dagskrá. Klukkan 20.20 taka Los Angeles Rams og móti Green Bay Packers.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.55 er NFL Red Zone á dagskrá. Þar er hægt að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Akranesi þar sem ÍA mætir FH í Bestu deildinni.

Vodafone Sport

Klukkan 11.20 er komið að leik Íslendingaliðsins Fortuna Düsseldorf og HSV. Valgeir Lunddal Friðriksson og Ísak Bergmann Jóhannesson leika með heimaliðinu.

Klukkan 13.50 er leikur Bristol City og Cardiff City í ensku B-deildinni í fótbolta á dagskrá.

Klukkan 15.55 er komið að leik Íslendingaliðs Gummersbach og Flensburgar í þýsku efstu deild karla í handbolta.

Klukkan 18.55 er viðureign Rangers og St. Johnstone í efstu deild Skotlands í fótbolta á dagskrá.

Klukkan 20.55 er leikur Orlando Pride og Washington Spirit í NWSL-deild kvenna í fótbolta á dagskrá.

Besta deildin

Klukkan 16.50 er fallslagur HK og Fylkis í Bestu deildinni á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×