Rúnar Páll hættir eftir tímabilið: „Mun kveðja Fylki með söknuði“ Andri Már Eggertsson skrifar 6. október 2024 19:38 Rúnar Páll Sigmundsson á hliðarlínunni í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Fylkir gerði 2-2 jafntefli gegn HK í Kórnum og eru fallnir úr efstu deild. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var virkilega ósáttur með jöfnunarmark HK og staðfesti einnig að hann verði ekki með liðið á næsta tímabili. „Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fylkir Besta deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
„Að hann skyldi bæta aukalega við einni og hálfri mínútu umfram þessar sex mínútur. Það voru engar tafir í leiknum ef hann ætlaði að saka Ólaf [Kristófer Helgason] um að tefja þá átti hann að gefa honum gult spjald og það var aldrei neitt þannig og þá hefðu það verið auka 30 sekúndu,“ sagði Rúnar Páll sem var virkilega ósáttur með að jöfnunarmark HK kom á 97. mínútu og hélt áfram að tala um dómarann. „Elli [Erlendur Eiríksson] sagði við mig þegar það var útspark að tíminn væri kominn. Eftir það fór boltinn í innkast, svo kom aukaspyrna og hornspyrna. Ég bara skil þetta ekki. Það var enginn að tefja. Við fengum aukaspyrnu og það var enginn að tefja og leikurinn bara heldur áfram. Við fengum ekkert spjald eða tiltal.“ Fylkir var undir í hálfleik og Rúnar var ánægður með karakterinn í liðinu að koma til baka og skora tvö mörk sem dugði þó ekki til sigurs. „Það var karakter í því. Við spiluðum þennan leik ágætlega en við hefðum átt að koma í veg fyrir þetta mark sem við fengum á okkur. Við áttum að koma þessum helvítis bolta í burtu. Við erum fallnir og taflan lýgur því ekkert.“ Rúnar Páll fékk beint rautt spjald og er á leiðinni í leikbann. Rúnar Páll staðfesti að hann muni ekki þjálfa liðið á næsta tímabili. „Ef ég fer í tveggja leikjabann þá var þetta minn síðasti leikur fyrir Fylki. Ég ætla segja þetta gott. Þetta var frábær tími og þetta er frábært félag með frábæra leikmenn og gott fólk í kringum félagið. Ég mun kveðja Fylki með söknuði en það tak við nýir tímar hjá mér,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fylkir Besta deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira