Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. október 2024 10:01 Svava Kristín eignaðist dóttur sína, Andreu Kristnýju, í byrjun árs. Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona á Stöð 2 eignaðist frumburð sinn, Andreu Kristnýju, þann 14. janúar síðastliðinn, eftir að hafa reynt að eignast barn í nokkur ár með aðstoð fyrirtækisins Livio. „Þetta var mjög skrítin tilfinning þegar ég fékk jákvætt óléttupróf, þau höfðu verið ansi mörg neikvæð áður svo ég var nokkuð róleg yfir þessu, trúði því ekki að þetta gæti verið raunverulegt. Þegar ég hugsa tilbaka þá var það eiginlega ekki fyrr en í snemmsónarnum sem ég svona fór að trúa því að þetta væri að fara að gerast og það var mögnuð tilfinning að heyra hjartsláttinn og fá það staðfest að ég væri ólétt,“ segir Svava Kristín um augnablikið þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Ákvað að eignast barn sjálf Í Íslandi í dag á Stöð 2 í ágúst í fyrra opnaði Svava Kristín sig um ferlið að verða ólétt sem tókst eftir nokkrar tilraunir með aðstoð fyrirtækisins Livio. Hún var ekki tilbúin að bíða lengur eftir hinum eina rétta og ákvað að eignast barn sjálf. Hún lýsti slæmri reynslu af fyrirtækinu þar sem samskiptaleysi og skortur af upplýsingum hafi einkennt ferlið frá upphafi. „Ég veit að starfsfólkið vill vel en engin samkeppni á markaðnum gerir það að verkum að fólk vandar sig síður að mínu mati og þyrfti að gera betur,“ sagði Svava Kristín. Sjá: Gagnrýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“ Svava Kristín situr fyrir svörum í liðnum Móðurmál. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Allra fyrstu vikurnar var ég mjög hress, svo kom skellurinn og ég hef aldrei upplifað aðra eins þreytu. Ég upplifði mánudaginn eftir Þjóðhátíð á hverjum degi í tvo mánuði. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Bara mjög vel, ég elskaði að sjá bumbuna byrja að myndast og vita að dóttur minni liði vel hjá mér. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég var ekkert sérstaklega heppin þar sem að það voru alltaf einhverjar breytingar á heilsugæslunni sem ég sótti, en ég veit að það voru allir að reyna að gera sitt besta. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég fékk þessa kolvetnis-ást eins og svo margar aðrar. Ég var Subway sjúk í gegnum alla meðgönguna. Ég vildi bara morgunkorn, kex og appelsínusvala á fyrstu vikunum eins og ég væri orðin fimm ára aftur og um tíma þráði ég heita sjónvarpsköku en það stóð stutt yfir. Annars var þetta bara brauð og nammi í öll mál, þá var ég sátt. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Það var bara algengasta spurningin sem allar fá held ég: „Hvernig líður þér?” Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Síðasti mánuðurinn var mér erfiður, ég var orðin mjög verkjuð og þreytt. Svo auðvitað biðin á loka metrunum, Guð hvað hún var erfið. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Það var í rauninni bara spennan og allt sem því fylgdi, undirbúningurinn fyrir komu barnsins, fylgjast með hreyfingum og stelpunni minni vaxa og dafna þarna inn í manni. Þetta er svo mögnuð upplifun. Varstu í mömmuklúbb? Nei ég hef ekki verið í neinum mömmuklúbbi, það er mikið flakk á okkur mæðgum og hef ég því ekki fundið neinn hóp til að hitta reglulega, en það hefði eflaust verið mjög skemmtilegt að hitta aðrar mömmur reglulega. Það er aldrei að vita nema það breytist eitthvað hjá okkur með haustinu. Fékkstu að vita kynið? Já, ég fékk að vita kynið, ég var auðvitað ein og mér fannst ég þurfa smá extra tengingu við barnið til að gera þetta svolítið raunverulegt og ég sé ekki eftir því. Ég var dugleg að fara og kaupa eitthvað handa henni þegar að ég átti erfiða daga á meðgöngunni. Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Ég bjó mig í rauninni ekkert undir fæðinguna, nema ég gerði allan tímann ráð fyrir því að fara í keisara og allt annað væri bara bónus ef ég gæti klárað fæðinguna. Ég vildi ekki fara á nein námskeið því að hver fæðing hefur sína sögu og því erfitt að vera með eitthvað skólabókadæmi af fæðingu í hausnum þegar að þú ferð sjálf af stað. Hvernig gekk fæðingin? Fæðingin gekk því miður ekkert sérstaklega vel, ég var mjög verkjuð í rúman sólarhring. Þetta byrjaði allt vel, eðlilegir verkir og spennandi tími framundan. En síðan gerðist bara ekki neitt nema að verkirnir urðu verri og eftir að hafa verið með sex í útvíkkun í 14 klukkutíma fékk ég það loksins í gegn að fara í keisara. Þegar komið var inn á skurðstofuna var ég orðin róleg og spennt fyrir því að sjá litlu stelpuna mína innan skamms, aðgerðin byrjaði vel en einhverra hluta vegna virkaði deyfingin ekki svo ég endaði í bráðasvæfingu og vakna síðan í annarri byggingu og ekki með barnið mitt. Hún var í góðum höndum hjá ömmu sinni á meðan og ég fékk hana loksins í fangið tveimur og hálfri klukkustund eftir fæðingu. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Hún var auðvitað ólýsanleg, ég var ennþá hálf ringluð eftir svæfinguna og þetta var ekkert í líkingu við það sem ég hafði ímyndað mér, þrátt fyrir að hafa búið mig undir keisara þá bjóst ég alltaf við því að fá slímugt grátandi barn í hendurnar en ekki eina sultu slaka klædda dömu. Þetta var svolítið eins og að fá random barn í hendurnar. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið bara mjög vel andlega en ég þurfti auðvitað á aðstoð að halda eftir að hafa farið í keisara svo mamma flutti bara inn til mín og aðstoðaði mig og Andreu þar til að ég gat farið að sjá um hana hjálparlaust. Það var auðvitað dásamleg tilfinning að labba inn heima með barnið í fanginu sem ég hafði beðið svo lengi eftir. Litla daman var svo góð að það var lítið mál að njóta hverra mínútu með henni þessar fyrstu vikur. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já og nei, eins leiðinlegt svar og það er. Samfélagsmiðlaauglýsingar eru auðvitað hannaðar til þess að freista þín. Um leið og ég var búin að tilkynna óléttuna byrjaði ég að fá allar heimsins auglýsingar með barnadóti, síðan er það undir mér komið að standast þessar freistingar. Svo það er engin pressa að eiga allt þótt að áhrifavaldar eigi allt af öllu og telji fylgjendum trú um að þetta séu nauðsynlegir hlutir. Sjálf keypti ég eitthvað á meðgöngunni, bæði það nauðsynlegasta og síðan eitthvað fallegt sem ég var bara spennt fyrir að eignast, en það voru alveg þónokkrir hlutir sem teljast „nauðsynlegir” sem ég eignaðist aldrei. Ég vona bara að tilvonandi mæður séu opnar fyrir því að nota Barnaloppuna, það er mín uppáhaldsbúð í dag. Ég kíki reglulega við og finn oftast eitthvað skemmtilegt og þannig get ég réttlætt fyrir mér óþarfa kaup. Móðurmál er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við mæður á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Móðurmálum á svavam@stod2.is. Ástin og lífið Barnalán Móðurmál Mest lesið „Ég sparka bara í þig á eftir“ Lífið Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Lífið Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Lífið Sögð hafa slitið trúlofuninni Lífið Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Tíska og hönnun „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? Menning Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Hafi áður tekið of stóran skammt Lífið Fleiri fréttir Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka Sjá meira
„Þetta var mjög skrítin tilfinning þegar ég fékk jákvætt óléttupróf, þau höfðu verið ansi mörg neikvæð áður svo ég var nokkuð róleg yfir þessu, trúði því ekki að þetta gæti verið raunverulegt. Þegar ég hugsa tilbaka þá var það eiginlega ekki fyrr en í snemmsónarnum sem ég svona fór að trúa því að þetta væri að fara að gerast og það var mögnuð tilfinning að heyra hjartsláttinn og fá það staðfest að ég væri ólétt,“ segir Svava Kristín um augnablikið þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Ákvað að eignast barn sjálf Í Íslandi í dag á Stöð 2 í ágúst í fyrra opnaði Svava Kristín sig um ferlið að verða ólétt sem tókst eftir nokkrar tilraunir með aðstoð fyrirtækisins Livio. Hún var ekki tilbúin að bíða lengur eftir hinum eina rétta og ákvað að eignast barn sjálf. Hún lýsti slæmri reynslu af fyrirtækinu þar sem samskiptaleysi og skortur af upplýsingum hafi einkennt ferlið frá upphafi. „Ég veit að starfsfólkið vill vel en engin samkeppni á markaðnum gerir það að verkum að fólk vandar sig síður að mínu mati og þyrfti að gera betur,“ sagði Svava Kristín. Sjá: Gagnrýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“ Svava Kristín situr fyrir svörum í liðnum Móðurmál. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Allra fyrstu vikurnar var ég mjög hress, svo kom skellurinn og ég hef aldrei upplifað aðra eins þreytu. Ég upplifði mánudaginn eftir Þjóðhátíð á hverjum degi í tvo mánuði. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Bara mjög vel, ég elskaði að sjá bumbuna byrja að myndast og vita að dóttur minni liði vel hjá mér. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég var ekkert sérstaklega heppin þar sem að það voru alltaf einhverjar breytingar á heilsugæslunni sem ég sótti, en ég veit að það voru allir að reyna að gera sitt besta. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Ég fékk þessa kolvetnis-ást eins og svo margar aðrar. Ég var Subway sjúk í gegnum alla meðgönguna. Ég vildi bara morgunkorn, kex og appelsínusvala á fyrstu vikunum eins og ég væri orðin fimm ára aftur og um tíma þráði ég heita sjónvarpsköku en það stóð stutt yfir. Annars var þetta bara brauð og nammi í öll mál, þá var ég sátt. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Það var bara algengasta spurningin sem allar fá held ég: „Hvernig líður þér?” Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Síðasti mánuðurinn var mér erfiður, ég var orðin mjög verkjuð og þreytt. Svo auðvitað biðin á loka metrunum, Guð hvað hún var erfið. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Það var í rauninni bara spennan og allt sem því fylgdi, undirbúningurinn fyrir komu barnsins, fylgjast með hreyfingum og stelpunni minni vaxa og dafna þarna inn í manni. Þetta er svo mögnuð upplifun. Varstu í mömmuklúbb? Nei ég hef ekki verið í neinum mömmuklúbbi, það er mikið flakk á okkur mæðgum og hef ég því ekki fundið neinn hóp til að hitta reglulega, en það hefði eflaust verið mjög skemmtilegt að hitta aðrar mömmur reglulega. Það er aldrei að vita nema það breytist eitthvað hjá okkur með haustinu. Fékkstu að vita kynið? Já, ég fékk að vita kynið, ég var auðvitað ein og mér fannst ég þurfa smá extra tengingu við barnið til að gera þetta svolítið raunverulegt og ég sé ekki eftir því. Ég var dugleg að fara og kaupa eitthvað handa henni þegar að ég átti erfiða daga á meðgöngunni. Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? Ég bjó mig í rauninni ekkert undir fæðinguna, nema ég gerði allan tímann ráð fyrir því að fara í keisara og allt annað væri bara bónus ef ég gæti klárað fæðinguna. Ég vildi ekki fara á nein námskeið því að hver fæðing hefur sína sögu og því erfitt að vera með eitthvað skólabókadæmi af fæðingu í hausnum þegar að þú ferð sjálf af stað. Hvernig gekk fæðingin? Fæðingin gekk því miður ekkert sérstaklega vel, ég var mjög verkjuð í rúman sólarhring. Þetta byrjaði allt vel, eðlilegir verkir og spennandi tími framundan. En síðan gerðist bara ekki neitt nema að verkirnir urðu verri og eftir að hafa verið með sex í útvíkkun í 14 klukkutíma fékk ég það loksins í gegn að fara í keisara. Þegar komið var inn á skurðstofuna var ég orðin róleg og spennt fyrir því að sjá litlu stelpuna mína innan skamms, aðgerðin byrjaði vel en einhverra hluta vegna virkaði deyfingin ekki svo ég endaði í bráðasvæfingu og vakna síðan í annarri byggingu og ekki með barnið mitt. Hún var í góðum höndum hjá ömmu sinni á meðan og ég fékk hana loksins í fangið tveimur og hálfri klukkustund eftir fæðingu. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Hún var auðvitað ólýsanleg, ég var ennþá hálf ringluð eftir svæfinguna og þetta var ekkert í líkingu við það sem ég hafði ímyndað mér, þrátt fyrir að hafa búið mig undir keisara þá bjóst ég alltaf við því að fá slímugt grátandi barn í hendurnar en ekki eina sultu slaka klædda dömu. Þetta var svolítið eins og að fá random barn í hendurnar. Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? Mér leið bara mjög vel andlega en ég þurfti auðvitað á aðstoð að halda eftir að hafa farið í keisara svo mamma flutti bara inn til mín og aðstoðaði mig og Andreu þar til að ég gat farið að sjá um hana hjálparlaust. Það var auðvitað dásamleg tilfinning að labba inn heima með barnið í fanginu sem ég hafði beðið svo lengi eftir. Litla daman var svo góð að það var lítið mál að njóta hverra mínútu með henni þessar fyrstu vikur. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Já og nei, eins leiðinlegt svar og það er. Samfélagsmiðlaauglýsingar eru auðvitað hannaðar til þess að freista þín. Um leið og ég var búin að tilkynna óléttuna byrjaði ég að fá allar heimsins auglýsingar með barnadóti, síðan er það undir mér komið að standast þessar freistingar. Svo það er engin pressa að eiga allt þótt að áhrifavaldar eigi allt af öllu og telji fylgjendum trú um að þetta séu nauðsynlegir hlutir. Sjálf keypti ég eitthvað á meðgöngunni, bæði það nauðsynlegasta og síðan eitthvað fallegt sem ég var bara spennt fyrir að eignast, en það voru alveg þónokkrir hlutir sem teljast „nauðsynlegir” sem ég eignaðist aldrei. Ég vona bara að tilvonandi mæður séu opnar fyrir því að nota Barnaloppuna, það er mín uppáhaldsbúð í dag. Ég kíki reglulega við og finn oftast eitthvað skemmtilegt og þannig get ég réttlætt fyrir mér óþarfa kaup. Móðurmál er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við mæður á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Móðurmálum á svavam@stod2.is.
Ástin og lífið Barnalán Móðurmál Mest lesið „Ég sparka bara í þig á eftir“ Lífið Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Lífið Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Lífið Sögð hafa slitið trúlofuninni Lífið Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Tíska og hönnun „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? Menning Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Hafi áður tekið of stóran skammt Lífið Fleiri fréttir Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka Sjá meira