Fimmta umferð ELKO-Deildarinnar í Fortnite var spiluð í gærkvöld. Tímabilið er þar með hálfnað og tækifærunum til þess að ógna Denasi Kazulis (denas 13) og Kristófer Tristan (iKristoo) í toppbaráttunni fækkar því hratt.
Kristófer og Denas hafa skipst á að hirða toppsætið í síðustu umferðum og Denas byrjaði gærkvöldið með 195 stig í 1. sæti þar sem aðeins 10 stig skildu þá Kristófer að.
Kristófer sneri þessari stöðu við með góðum sigri í síðari leik kvöldsins og naut þess þá að losna við Denas sem datt út snemma.
Kristófer er því nú 11 stigum á undan Denasi í 1. sæti en báðir hafa þeir sigrað fjóra leiki en Kristófer er með 47 fellur á móti 34 hjá Denasi.
Þegar ELKO-Deildin er hálfnuð er staðan á topp fimm svona:
#1 Kristófer Tristan (iKristoo) 228
#2 Denas Kazulis (denas 13) 217
#3 Emil Víkingur (Rich Emil) 133
#4 Lester Search (aim like Lester) 111
#5 Erlendur Kristjánsson (Stephen 144hz) 94