Lífið

„Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, er viðmælandi í Einkalífinu.
Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm

„Ég fæ mikið af óþægilegum skilaboðum, mörg á dag. Ég reyni bara að sleppa því að opna þau en mér finnst þau líka fyndin, það er svo mikið af klikkuðu fólki til í heiminum. Ég hef verið beðin um að gera myndbönd þar sem ég ropa en ég geri auðvitað ekkert svoleiðis,“ segir Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins.

Hér má sjá viðtalið við Guggu í heild sinni: 

Gugga leggur mikið upp úr jákvæðu hugarfari og segist eiga í góðu sambandi við sjálfa sig. Hún ræðir meðal annars í þættinum um það þegar meðlimir ClubDub báðu hana um mynd af brjóstunum hennar fyrir plötuumslagið sitt. 

Gugga fer yfir ævintýraríkan feril sinn og viðhorf sitt til lífsins. Hún ræðir sömuleiðis barnæskuna, segist hafa byrjað að fá brjóst mjög ung og að hún hafi aldrei nennt öðru en að fagna þeim. Gugga ræðir líka hvernig það er að fara út á lífið og segist stundum lenda í áreiti, meðal annars af ókunnugum stelpum sem grípi í brjóst hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×