Seldi nærri þriðjungshlut af makrílkvóta sínum með um 2,5 milljarða hagnaði
Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Vinnslustöðvarinnar, seldi frá sér tæplega þriðjung af öllum aflaheimildum sínum í makríl fyrir samtals um 2,5 milljarða sem skýrði nánast allan hagnað útgerðarfyrirtækisins á liðnu ári. Á meðal þeirra sem keyptu aflaheimildirnar var sjávarútvegsfélagið Brim en verulega hefur dregið úr útbreiðslu makríls í íslenskri landhelgi að undanförnu samkvæmt mælingum.
Tengdar fréttir
Fyrsta makrílfarmi vertíðarinnar landað í Neskaupstað
Í gær kom Beitir NK með fyrsta makrílfarm vertíðarinnar til heimahafnar í Neskaupstað. Aflinn var tæp 500 tonn af stórum og flottum makríl, og vinnsla hófst strax í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.