Innherji

Controlant frestar hlut­hafa­fundi að beiðni hóps ó­á­nægðra hlut­hafa

Hörður Ægisson skrifar
Controlant hefur þurft að grípa til stórra hagræðingaraðgerða þegar ljóst varð að tekjuáætlanir þessa árs myndu ekki ganga eftir og spár um tekjur á árunum 2025 og 2026 lækkaðar sömuleiðis verulega.
Controlant hefur þurft að grípa til stórra hagræðingaraðgerða þegar ljóst varð að tekjuáætlanir þessa árs myndu ekki ganga eftir og spár um tekjur á árunum 2025 og 2026 lækkaðar sömuleiðis verulega. Vísir/Arnar

Stjórn Controlant hefur fallist á beiðni hóps hluthafa um að fresta hlutafundi félagsins, sem átti að fara fram á morgun, um eina viku þannig að þeim gefist tími til að koma fram með breytingartillögur fyrir fundinn. Veruleg óánægja hefur verið í röðum margra stórra einkafjárfesta með þá tillögu að fara í hlutafjárhækkun í því skyni að verja þá fjárfesta sem komu inn í síðasta hlutafjárútboði félagsins fyrir þeirri lækkun á hlutabréfaverði sem er að óbreyttu væntanleg í yfirstandandi útboðsferli.


Tengdar fréttir

Einn stærsti hlut­hafinn seldi um fjórðung bréfa sinna í Controlant

Fjárfestingafélagið Kaskur, sem hefur verið á meðal stærstu hluthafa Controlant frá árinu 2017 og er í eigu Inga Guðjónssonar, losaði um meira en fjórðung alls eignarhlutar síns í hinu ört vaxandi íslenska hátæknifyrirtæki á árinu 2022. Áætla má að söluandvirði bréfanna hafi verið samanlagt um liðlega einn milljarður króna.

Breyttar tekju­á­ætlanir tóku verð­miðann á Controlant niður um tíu milljarða

Minni umsvif en áður hafði verið reiknað með vegna ört minnkandi eftirspurnar eftir bóluefnum gegn Covid-19 þýddi að gengið í milljarða króna hlutafjáraukningu Controlant, sem hefur staðið yfir síðustu mánuði, lækkaði talsvert eftir því sem leið á fjármögnunarferlið. Ásamt þátttöku tveggja af stærstu lífeyrissjóðum landsins eru meðal annars stofnandi og aðrir stórir hluthafar í Kerecis núna í hópi fjárfesta sem leggja Controlant til aukið hlutafé.

Hundrað og fimmtíu missa vinnuna hjá Controlant

Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant hefur sagt upp 150 starfsmönnum, um þriðjungi starfsmanna, í hagræðingaraðgerðum. Nú starfa 290 manns hjá fyrirtækinu sem óx á ógnarhraða í heimsfaraldri með lykilhlutverk í dreifingu bóluefna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×