Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 06:55 Tropicana Field hefur verið heimavöllur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays alla tíð. Getty/Mike Carlson Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. Svo illa rifnaði þakið að fólk í næsta nágrenni gat horft beint inn á leikvanginn, sem staðsettur er í St. Petersburg í Flórída og var opnaður árið 1990. The view from our window as we ride out the storm. The roof of Tropicana Field is destroyed by the winds of #HurricaneMilton. Praying for Tampa Bay and all areas affected. Stay safe, everyone pic.twitter.com/uy0aNGMAuJ— Dave Moore (@DaveMoore_83) October 10, 2024 The roof of Tropicana Field, where the #Rays play, sustained significant damage from #Hurricane #Milton pic.twitter.com/H7zZAgD8BN— Ryan Bass (@Ry_Bass) October 10, 2024 Leikvangurinn heitir Tropicana Field og er eini leikvangurinn í MLB-deildinni með þaki sem er, eða var, alltaf lokað. Til stóð að leikvangurinn yrði nýttur sem neyðarskýli fyrir þúsundir manna sem kæmu til með að leita þangað vegna fellibylsins. Fréttastöðin ABC segir að engan hafi hins vegar sakað þegar leikvangurinn skemmdist. Samkvæmt veðurstöð á Albert Whitted flugvellinum, í sex mínútna fjarlægð frá leikvanginum, náðu vindhviður 45 m/s. Samkvæmt upplýsingum um leikvanginn var þakið byggt til að þola vindstyrk allt að 51 m/s. The Trop, eins og leikvangurinn er kallaður, hefur verið heimavöllur Tampa Bay Rays alla tíð eða frá áirnu 1998. Þar hafa einnig farið fram leikir í bandaríska háskólaruðningnum, fótbolta og jafnvel íshokkí. Til stendur að nýr leikvangur verði heimavöllur Rays frá og með árinu 2028. Fellibylurinn Milton kom að vesturströnd Flórída um klukkan hálfníu í gærkvöld að staðartíma og hafði í aðdragandanum verið lýst sem „óveðri aldarinnar“. Beina útsendingu frá vefmyndavélum í Flórída má sjá á Vísi. Fellibylurinn Milton Hafnabolti Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Svo illa rifnaði þakið að fólk í næsta nágrenni gat horft beint inn á leikvanginn, sem staðsettur er í St. Petersburg í Flórída og var opnaður árið 1990. The view from our window as we ride out the storm. The roof of Tropicana Field is destroyed by the winds of #HurricaneMilton. Praying for Tampa Bay and all areas affected. Stay safe, everyone pic.twitter.com/uy0aNGMAuJ— Dave Moore (@DaveMoore_83) October 10, 2024 The roof of Tropicana Field, where the #Rays play, sustained significant damage from #Hurricane #Milton pic.twitter.com/H7zZAgD8BN— Ryan Bass (@Ry_Bass) October 10, 2024 Leikvangurinn heitir Tropicana Field og er eini leikvangurinn í MLB-deildinni með þaki sem er, eða var, alltaf lokað. Til stóð að leikvangurinn yrði nýttur sem neyðarskýli fyrir þúsundir manna sem kæmu til með að leita þangað vegna fellibylsins. Fréttastöðin ABC segir að engan hafi hins vegar sakað þegar leikvangurinn skemmdist. Samkvæmt veðurstöð á Albert Whitted flugvellinum, í sex mínútna fjarlægð frá leikvanginum, náðu vindhviður 45 m/s. Samkvæmt upplýsingum um leikvanginn var þakið byggt til að þola vindstyrk allt að 51 m/s. The Trop, eins og leikvangurinn er kallaður, hefur verið heimavöllur Tampa Bay Rays alla tíð eða frá áirnu 1998. Þar hafa einnig farið fram leikir í bandaríska háskólaruðningnum, fótbolta og jafnvel íshokkí. Til stendur að nýr leikvangur verði heimavöllur Rays frá og með árinu 2028. Fellibylurinn Milton kom að vesturströnd Flórída um klukkan hálfníu í gærkvöld að staðartíma og hafði í aðdragandanum verið lýst sem „óveðri aldarinnar“. Beina útsendingu frá vefmyndavélum í Flórída má sjá á Vísi.
Fellibylurinn Milton Hafnabolti Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira