Nadal leggur spaðann á hilluna: Síðustu tvö ár verið sérstaklega erfið Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:10 Rafael Nadal keppti á Ólympíuleikunum í París í sumar og það reyndust hans síðustu leikar. Getty Spænska tennisgoðsögnin Rafael Nadal hefur ákveðið að leggja spaðann á hilluna í lok þessa keppnistímabils. Hann hefur unnið 22 risamót á ferlinum. Hinn 38 ára gamli Nadal ætlar að láta síðasta mót sitt vera heima á Spáni í nóvember, þar sem úrslitakeppni landsliðamótsins Davis Cup fer fram í Málaga. „Ég er hér til að láta ykkur vita að ég er að hætta sem atvinnumaður í tennis,“ sagði Nadal í myndbandi. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðustu misseri. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. View this post on Instagram A post shared by Rafa Nadal (@rafaelnadal) Nadal hefur verið kallaður „konungur leirsins“ en hann hefur ætíð kunnað sérstaklega vel við sig á leirvöllum. Hann á til að mynda metið yfir flesta titla í einliðaleik á Opna franska mótinu, sem hann vann 14 sinnum. Hann vann 112 af 116 leikjum sínum á Roland Garros á vellinum. Alls vann Nadal 22 risamót, eins og fyrr segir, og aðeins einn hans helsti keppinautur í gegnum tíðina, Novak Djokovic, hefur unnið fleiri. Rafael Nadal has announced his retirement from professional tennis 🎾The 22-time Grand Slam champion will retire from tennis after November's Davis Cup finals 🥺🇫🇷 14 x French Open🇺🇸 4 x US Open🇬🇧 2 x Wimbledon🇦🇺 2 x Australian OpenWhat a career 👏👏 pic.twitter.com/sl3Nbt2Xx5— FUN88 (@fun88eng) October 10, 2024 Djokovic vann Opna bandaríska mótið fjórum sinnum, og Opna ástralska og Wimbledon-mótið tvisvar sinnum hvort. Hann vann einnig ólympíugull í einliðaleik og tvíliðaleik, og hefur unnið Davis Cup fimm sinnum með Spáni, síðast árið 2019. „Ég held að núna sé við hæfi að ljúka ferli sem hefur verið langur og mun farsælli en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir lokamótinu mínu þegar ég keppi fyrir þjóð mína á Davis Cup,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Nadal ætlar að láta síðasta mót sitt vera heima á Spáni í nóvember, þar sem úrslitakeppni landsliðamótsins Davis Cup fer fram í Málaga. „Ég er hér til að láta ykkur vita að ég er að hætta sem atvinnumaður í tennis,“ sagði Nadal í myndbandi. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðustu misseri. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. View this post on Instagram A post shared by Rafa Nadal (@rafaelnadal) Nadal hefur verið kallaður „konungur leirsins“ en hann hefur ætíð kunnað sérstaklega vel við sig á leirvöllum. Hann á til að mynda metið yfir flesta titla í einliðaleik á Opna franska mótinu, sem hann vann 14 sinnum. Hann vann 112 af 116 leikjum sínum á Roland Garros á vellinum. Alls vann Nadal 22 risamót, eins og fyrr segir, og aðeins einn hans helsti keppinautur í gegnum tíðina, Novak Djokovic, hefur unnið fleiri. Rafael Nadal has announced his retirement from professional tennis 🎾The 22-time Grand Slam champion will retire from tennis after November's Davis Cup finals 🥺🇫🇷 14 x French Open🇺🇸 4 x US Open🇬🇧 2 x Wimbledon🇦🇺 2 x Australian OpenWhat a career 👏👏 pic.twitter.com/sl3Nbt2Xx5— FUN88 (@fun88eng) October 10, 2024 Djokovic vann Opna bandaríska mótið fjórum sinnum, og Opna ástralska og Wimbledon-mótið tvisvar sinnum hvort. Hann vann einnig ólympíugull í einliðaleik og tvíliðaleik, og hefur unnið Davis Cup fimm sinnum með Spáni, síðast árið 2019. „Ég held að núna sé við hæfi að ljúka ferli sem hefur verið langur og mun farsælli en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir lokamótinu mínu þegar ég keppi fyrir þjóð mína á Davis Cup,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira