Lífið

Al­dís og Kol­beinn keyptu í Kópa­vogi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Aldís og Kolbeinn kynntust við tökur á spennuþáttaröðinni Svörtu sandar árið 2020.
Aldís og Kolbeinn kynntust við tökur á spennuþáttaröðinni Svörtu sandar árið 2020.

Leikaraparið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson hafa fest kaup á fallegri íbúð við Álfhólsveg í Kópavogi. 

Um er að ræða 158 fermetra eign á annarri hæð í snyrtilegu þríbýlishúsi sem var byggt árið 1962. Þar af er 23 fermetra bílskúr. 

Eignin er vel skipulögð og skipt­ist í for­stofu, eld­hús, opnar og rúmgóðar stofur, þrjú svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi. Úr stofurýminu er útgengt á tvennar svalir með stórbrotnu útsýni yfir Fossvogsdalinn.

Við húsið er sameiginlegur og gróinn garður. Parið greiddi 93 milljónir fyrir íbúðina.

Ást á setti

Aldís og Kolbeinn eru Íslendingum að góðu kunn úr spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2022. Parið kynntist við tökur á þáttaröðinni en opinberuðu samband sitt árið 2022.

Önnur þáttaröð af Svörtu söndum hefur hafið göngu sína á Stöð 2 en fyrsti þátturinn var frumsýndur síðastliðið sunnudagskvöld. 

Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson.Hulda Margrét

Tengdar fréttir

Rauða dreglinum rúllað út fyrir Svörtu sanda

Frumsýning á nýrri þáttaröð Svörtu sanda fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gærkvöldi. Gestir mættu prúðbúnir í svörtum galaklæðnaði og skáluðu fyrir stjörnum kvöldsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×