Útlit fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um nærri sextíu prósent
![Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant. Félagið var verðmetið á um hundrað milljarða fyrir tveimur árum en hefur núna þurft að grípa til hagræðingaraðgerða þegar ljóst varð að tekjuáætlanir þessa árs myndu ekki ganga eftir og spár um tekjur á árunum 2025 og 2026 lækkaðar verulega sömuleiðis.](https://www.visir.is/i/538CE3418C09EB69F94F35B0BF7247235820E3359F0EDD6DEB2149BE81509D10_713x0.jpg)
Mun meiri samdráttur en áður var áætlað í verkefnum tengdum dreifingu á bóluefnum gegn Covid-19, ásamt því að hægar hefur gengið að klára samninga við nýja viðskiptavini, veldur því að útlit er fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um hátt sextíu prósent á þessu ári. Samkvæmt tekjuspám sem félagið hefur kynnt fjárfestum í aðdraganda mögulegrar hlutafjáraukningar mun taka um tvö til þrjú ár þangað til umsvifin verða á svipuðum slóðum og á tímum farsóttarinnar.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/9A4A92A55A1493E0B61287DF1E0FE6657A4B5499F93F410952790D9606B99263_308x200.jpg)
Spá því að tekjur Controlant brjóti hundrað milljarða múrinn innan fárra ára
Gangi áætlanir Controlant eftir, sem boðar mikinn vöxt í Bandaríkjunum, þá munu tekjur íslenska hátæknifyrirtækisins margfaldast og fara vel yfir 100 milljarða króna á allra næstu árum. Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst leggja félaginu til nærri þrjá milljarða í aukið hlutafé til að styðja við þann vöxt en verðmiðinn á Controlant um þessar mundir jafngildir rétt ríflega væntum árlegum rekstrarhagnaði samkvæmt spám stjórnenda.
![](https://www.visir.is/i/538CE3418C09EB69F94F35B0BF7247235820E3359F0EDD6DEB2149BE81509D10_308x200.jpg)
Hundrað og fimmtíu missa vinnuna hjá Controlant
Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant hefur sagt upp 150 starfsmönnum, um þriðjungi starfsmanna, í hagræðingaraðgerðum. Nú starfa 290 manns hjá fyrirtækinu sem óx á ógnarhraða í heimsfaraldri með lykilhlutverk í dreifingu bóluefna.