Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. október 2024 08:02 Við heyrum sífellt fleiri sögur af fólki sem þarf að aðlaga sig að því að lifa með krabbameini. Sem segja má að hafi áhrif á alla í kring: Maka, börn, samstarfsfélaga, vini og vandamenn. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson hefur rætt opinskátt um krabbameinið sem hann hefur glímt við og er enn til staðar; Eins og sofandi risi? „Málið er að mig langar ekki til að deyja. Ef þetta er einhver sofandi risi, þá er ég ekki að fara að láta pota í hann og mögulega vekja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttagarpur, sauðfjárbóndi og skólastjóri, til útskýringar á því að það sé víst hægt að skoða það eitthvað sérstaklega, hvers vegna krabbameinið er ekkert að láta á sér kræla lengur. En krabbameinið er þó ekki farið. Sem er akkúrat mergur málsins í viðtali dagsins: Lífið fyrir og með krabbameini. Því já, eitt af því sem við erum farin að heyra oftar um, eru sögur af fólki sem þarf að aðlaga sig að því að lifa með krabbamein. Sigurbjörn hefur svo sem áður rætt opinskátt um krabbameinið sitt. En í dag ætlum við að spyrja frétta: Hver er staðan? Hvernig er líf með krabbameini? Og hvað fer þá í gegnum hugann á okkur? Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Sigurbjörn hefur heyrt að það sé erfiðara að vera aðstandandi en krabbameinssjúklingurinn sjálfur. Margt reyni líka á og geti verið ruglingslegt. Hvers vegna hættu þeir með pabba í lyfjameðferðinni? spurði sá yngsti eftir langan og erfiðan tíma án þess að segja frá hvað væri að leggjast svona þungt í hann. Íþróttagutti í sveit Sigurbjörn er fæddur þann 31.ágúst árið 1973. Sonur Arngríms Geirssonar frá Álftagerði í Mývatnssveit og Gígju Sigurbjörnsdóttur frá Grófargili Skagafirði. Sigurbjörn á tvö eldri systkini; bróður og systur og tvö yngri systkini, einnig bróður og systur. „Það gekk allt út á íþróttirnar,“ segir Sigurbjörn þegar hann rifjar upp æskuna í Mývatnsveit. „Auðvitað var maður líka með hugann við sveitina. Við vorum með kindur og hesta en lífið snerist þó meira og minna um íþróttirnar,“ segir Sigurbjörn en bætir þó við: „Það þurfti samt alltaf að heyja og allt svoleiðis.“ Foreldrar Sigurbjörns voru kennarar í Skútustaðaskóla og bjó fjölskyldan í kennarabústaðnum við skólann. Sigurbjörn stundaði einkum þrjár greinar: Fótbolta, frjálsar íþróttir og glímu. „Já já,“ segir Sigurbjörn stoltur. „Mývetningar hafa löngum verið miklir glímumenn og þaðan eru margir af bestu glímumönnum landsins. Það sama má segja um gönguskíðin. Þau eru stunduð af kappi í Mývatnsveit enda eiga Mývetningar þrjá Ólympíufara í skíðagöngu.“ Sigurbjörn er sveitastrákur úr Mývatnssveit og þar gekk allt út á íþróttir. Þótt vissulega þyrfti líka að heyja og sjá um kindur og bú. Sigurbjörn æfði einkum þrjár greinar sem barn: Frjálsar íþróttir, fótbolta og glímu. Enda segir hann Mývetninga eiga marga af bestu glímumönnum landsins. Eiginkona Sigurbjörns heitir Gunnhildur Hinriksdóttir, fædd og alin upp í Mývatnsveitinni. Sigurbjörn og Gunnhildur byrjuðu snemma saman. Ég fer í 9.bekkinn að Laugum en lenti í kennaraverkfallinu vorið 1989 þannig að það voru engin samræmd próf. Sem mér fannst bölvað því ég hef aldrei getað rifist við systkini mín um að hafa verið betri en þau í prófunum.“ Kennaraverkfallið var þó ekki verra en það, að stuttu eftir að hann fór heim í sveitina vegna kennaraverkfallsins, var hann kominn á fast. Börn Gunnhildar og Sigurbjörns eru þrjú: Guðmundur Gígjar (f.2003), Arney Dagmar (f.2005) og Hinrik Freyr (f.2009). Sigurbjörn og Gunnhildur Hinriksdóttir eiginkona hans byrjuðu saman á föstu sem unglingar. Þegar Sigurbjörn lenti í kennaraverkfalli í 9.bekk og fór aftur heim í sveitina, en Gunnhildur er líka úr Mývatnssveit. Fljótlega eftir stúdentinn fluttu þau til Bandaríkjanna þar sem Sigurbjörn fékk hlaupastyrk í háskóla. Á hlaupum til Bandaríkjanna Svo heppinn var Sigurbjörn að framhaldsskólabrautirnar sem voru í boði á Laugum, lengdust úr tveimur árum í fjögur ár á meðan Sigurbjörn var þar. Sem þýddi að hann gat klárað stúdentinn frá Laugum. „Reyndar leppaði Fjölbrautaskólinn í Garðabæ stúdentsnámið því Laugar voru á þeim tíma ekki komin með full réttindi til að kenna til stúdentsprófs,“ segir Sigurbjörn og útskýrir að fyrir vikið er hann með tvö stúdentskírteini: Annað frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hitt frá Laugum. Sigurbjörn var mjög virkur í félagsstarfinu og lengi vel formaður nemendaráðsins þar. Hlaupin og íþróttirnar voru enn helsta áhugamálið og þegar leið að útskrift, var stefnan sett á að fá hlaupastyrk í háskóla í Bandaríkjunum? En hvernig gekk það fyrir sig fyrir tíma internets eða Google, að finna íþróttastyrk í Bandaríkjunum? „Unglingalandsliðsþjálfararnir mínir þekktu til þar og einn þjálfarinn minn hafði samband við þjálfara í Georgíu háskólanum í Bandaríkjunum og þangað fór ég á styrk. Gunnhildur kláraði stúdentinn aðeins síðar og kom síðan líka út.“ Var ekki svolítið mikil pressa að vera háskólanemi á hlaupastyrk? „Jú og ég verð alveg að viðurkenna að ég varð í rauninni aldrei eins góður og þeir voru að gera sér vonir um. Því að ég vildi líka standa mig vel í náminu og satt best að segja sögðu þeir að ég ætti að einbeita mér meira að hlaupunum og minna að náminu Styrkurinn var því lækkaður á háskólaárunum en Sigurbjörn og Gunnhildur enduðu þó með að búa í Bandaríkjunum til aldamóta: Gunnhildur flutti heim 1999 og Sigurbjörn 2001. Eftir á að hyggja, held ég reyndar að ég hefði svo sem alveg getað náð meiri árangri í hlaupinu. Ég hafði bara aldrei æft svona mikið eða upplifað svona mikið æfingaálag eins og þarna var. Í dag held ég samt að ég hefði getað orðið betri, með réttri þjálfun og ef ég hefði haft meiri trú á því sjálfur.“ Sigurbjörn hljóp enn 10 kílómetra undir 35 mínútum þegar hann var fyrst greindur með krabbamein. Sigurbjörn hefur verið ástríðufullur íþróttalýsandi til margra ára og hefur viðurkennt í fjölmiðlum að hann hafi ekki verið í stuði til að lýsa í beinni, fyrst eftir að hann fékk greiningu. Erfiðast að vera aðstandandi Sigurbjörn hefur rætt opinskátt um krabbameinið. Í viðtali sem birtist á Vísi árið 2023, rekur Sigurbjörn sögu sína sem nær aftur til ársins 2015 þegar hann greinist með sortuæxli og síðan aftur árið 2021. „Hann sendir mig í einhvern skanna á Akureyri og hringir svo í mig á föstudegi klukkan þrjú. Það var frábært inn í helgina,“ segir hann og fer svo með skilaboðin frá lækninum: „Heyrðu þú ert uppfullur af krabbameini og við skoðum þig betur á mánudaginn,“ segir Sigurbjörn meðal annars í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Í færslu sem Sigurbjörn birti á Facebook í kjölfar greiningarinnar árið 2021, segir Sigurbjörn meðal annars að það sé óþarfi fyrir fólk að vorkenna sér því að frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. Þannig að við ætlum að forvitnast aðeins um þessa hlið málsins. Hvernig upplifun það er að fá greininguna: Þú ert með krabbamein? Vissulega er það sjokk segir Sigurbjörn. Enda fékk hann fréttirnar síðdegis á föstudegi og vissi lítið fyrr en eftir helgina. „Ég varð mjög dapur. Og sagði meira að segja við konuna mína að ég yrði bara að fá að vera svolítið leiður í nokkra daga. Í friði,“ segir Sigurbjörn en bætir við: „En síðan er eins og það hafi rofað eitthvað til á þriðjudeginum. Svona eins og ég hafi fundið einhvern létti og eftir það hef ég einfaldlega verið fínn.“ Hjá Gunnhildi var þessu öfugt farið. „Hún tók fregnunum mjög vel, öll í bjartsýninni og allt það. Sjokkið kom eiginlega seinna hjá henni.“ Það sama átti við til dæmis um yngsta soninn. „Eftir ferminguna hans var ég hættur í lyfjameðferðinni og við skildum ekkert í því hvað var að gerast með strákinn. Hann var svo leiður og dapur eitthvað og við alltaf að spyrja hvað væri að, hvort eitthvað hefði komið fyrir,“ segir Sigurbjörn og viðurkennir að hann og Gunnhildur hafi verið farin að ímynda sér að eitthvað verulega slæmt eftir gerst. „Síðan brotnaði hann saman og spurði: Hvers vegna hættu þeir með þig í lyfjameðferðinni?“ Gott dæmi um hvernig óttinn getur gripið um ástvini fólks, sem glímir við krabbamein. „Enda hef ég heyrt að það sé miklu erfiðara að vera aðstandandi fólks með krabbamein, heldur en krabbameinssjúklingurinn sjálfur,“ segir Sigurbjörn og bætir við: Ég þekki mann sem missti konuna sína úr krabbameini. Fimm árum síðar greindist hann sjálfur með krabbamein og hefur þar af leiðandi reynslu af hvoru tveggja. Og þetta sagði hann vera staðreynd: Það er erfiðara að vera aðstandandi.“ Á hvern ætlar þú að öskra? Við hvern ætlar þú að vera reiður? spyr Sigurbjörn. Sem stundum er fenginn til að ræða við fólk sem glímir við krabbamein og festist í þunglyndi eða reiði. Sem Sigurbjörn segir ekki gaman fyrir ástvini og þaðan af síður fólkið sjálft. Skólameistari: Nei takk! Þegar Sigurbjörn og Gunnhildur fluttu aftur til Íslands, hófst hin hefðbundna vegferð: Að eignast börn og byggja upp sitt bú. Lengi vel bjó fjölskyldan á Laugarvatni og lengi vel starfaði Sigurbjörn sem prófessor við HÍ, til viðbótar við að búa í Bretlandi um tíma, þegar Sigurbjörn fór í rannsóknarleyfi. Að búa í Reykjavík hefur þó aldrei komið til greina. „Það er fínt að fara stundum til Reykjavíkur, ég meina það ekki þannig. En við vorum alltaf mjög fegin þegar við vorum komin aftur heim á Laugarvatn.“ Hlaupin hafa alltaf verið hluti af lífinu. Og segir svo í fyrri viðtölum að enn var Sigurbjörn að hlaupa 10 kílómetra á undir 35 mínútum þótt hann væri kominn með krabbamein. Enda margfaldur verðlaunahafi í hlaupum. Og mjög ástríðufullur íþróttalýsandi svo ekki sé meira sagt. Sveitin hefur þó alltaf togað. Sigurbjörn er mikill hesta- og kindakall að eigin sögn og þegar tækifæri bauðst til að verða skólameistari í gamla skólanum sínum að Laugum, ákváðu hjónin að slá til. „Ef mér hefði reyndar verið sagt það sem unglingur að ég ætti eftir að verða skólameistari síðar hefði ég nú samt sagt: Nei takk!“ segir Sigurbjörn og hlær. Tvennt spilaði svo sem inn í ákvörðunina um að flytjast norður. „Í fyrsta lagi tók það sinn tíma að ræða hvort skólinn á Laugavatni ætti að flytjast til Reykjavíkur eða ekki. Sem mér fannst ekki spennandi umræða og varla eiga að koma mér við. En ég var orðinn þreyttur á henni,“ segir Sigurbjörn og bætir við: „Hitt var síðan að tengdaforeldrarnir og foreldar mínir eru auðvitað fólk sem er einfaldlega að eldast og það hafði auðvitað smá áhrif líka.“ Fyrir norðan hefur fjölskyldan unað sér vel. Hann sem skólameistari, sauðfjárbóndi og hestakall. Orkan hefur stundum strítt honum vegna veikindanna. Þá helst á meðan lyfjameðferðin stendur yfir. „Ef ég þurfti að moka skít þá gat ég það bara í þrjár til fjórar klukkustundir í mesta lagi. Því mér lærðist það snemma að það að reyna að vinna í einhverju lengur þýddi bara það að ég varð ónýtur í marga daga á eftir.“ Að vera virkur í lífi og starfi, segir Sigurbjörn hins vegar lykilatriði. „Það á best við mig að vera alltaf að brasa eitthvað. Ég nýt þess alveg að lesa og horfa á sjónvarp en að gera það heilu og hálfu dagana hentar mér ekki.“ Eflaust megi millivegur vera. „Ég er að reyna að vinna aðeins minna.“ Oft heyrir Sigurbjörn fólk tala í yfirlýsingum eins og ,,lífið er núna“ og fleira í þeim dúr. „Æ mér finnst þetta ekkert spennandi og er ekki viss um að ég sé neitt sammála því að maður eigi að gera allt núna eða fá allt strax. Satt best að segja finnst mér þetta orðatiltæki líka fela í sér ákveðna leti. Mér finnst við einfaldlega ekki hafa neitt sérstaklega gott af því að fá allt strax.“ Sigurbjörn starfaði lengi sem prófessur við HÍ og HR en er nú skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þaðan útskrifaðist hann reyndar sjálfur úr grunnskóla og síðar með stúdent, en á þeim tíma leppaði Fjölbrautaskóli Garðabæjar stúdentsprófið því fyrst um sinn voru Laugar ekki með öll tilskilin leyfi til útskriftar.Vísir/Vilhelm Á hvern ætlar þú að öskra? Sigurbjörn segir að það hafi hjálpað honum mikið að finna fyrir jákvæðum hugsunum og væntumþykju frá fólki. Það hafi til dæmis verið erfitt fyrir starfsfólk að heyra fréttirnar á sínum tíma, eðlilega fái allir áhyggjur en honum hafi þótt vænt um að finna þessa væntumþykju og hlýju frá starfsfólki. Sigurbjörn er trúaður og hefur alltaf verið og nýtir sér það líka að leita til fólks á andlega sviðinu. Allt hjálpar. Eitt af því sem Sigurbjörn áttaði sig á snemma í ferlinu er að það þýðir ekkert að vera reiður. „Við hvern ætlar þú líka að vera reiður? Á hvern ætlar þú að öskra?“ spyr Sigurbjörn. „Að vera reiður er ekkert gaman fyrir þína nánustu og þaðan af síður gott fyrir þig sjálfan.“ Sjálfur segist hann lítið velta fyrir sér hvers vegna hann hafi lent í þessari stöðu. „Kannski fór ég alltof oft í ljósabekkina sem unglingur. Og kannski fékk ég þetta vegna þess að aldrei bar ég á mig sólvörn þegar ég bjó úti í Bandaríkjunum Æðruleysi og umburðarlyndi fylgir svona sjúkdómi og reynslu segir Sigurbjörn. Sem oft hefur verið fenginn til að ræða við fólk sem festist í reiði eða þunglyndi. Sem svo margir gera. „En maður verður bara að taka stöðunni eins og hún er. Og þetta er staðan.“ Sigurbjörn segist ánægður með hvað hann hefur lifað frábæru lífi. Oft velti hann því fyrir sér hvers vegna hann sé svona heppinn: Því marga hefur hann þekkt sem hafa fengið greiningu síðar en hann, en eru ekki á lífi lengur. Sigurbjörn segist ekki telja neitt betra að vita hversu langan tíma þú átt eftir. Heppinn Sigurbjörn segist alveg vera búinn að gera upp við sig að hann myndi ekki vilja skipta á sínu lífi við eitthvert annað líf, ef það hefði verið möguleikinn til þess að sleppa undan krabbameininu. „Enda hef ég átt frábært líf og myndi ekki vilja skipta á mínu lífi við neitt annað líf.“ Hann segist alls ekki viss um að það væri neitt gott að vita nákvæmlega, hversu mikinn tíma maður á eftir. „Læknirinn sagði við mig í upphafi: Það er bara ein spurning sem ég get ekki gefið þér svar við og það er hversu langan tíma þú átt eftir,“ segir Sigurbjörn og bætir við: Og ég hef svolítið hugsað um þetta. Því hversu gott væri að vita svarið? Ef læknirinn segir þú átt tvö ár eftir, þá er það örugglega ekki góð tilfinning. Ef þér er sagt að þú eigir tuttugu ár eftir hljómar það kannski mun betur, en hvernig líður þér þá eftir 18 ár?“ Þótt vissulega hafi Sigurbjörn hugsað um dauðann, hefur þó komið fram í fyrri viðtölum að hann hefur meira hugsað um jarðaförina. Og oft nýtir hann húmorinn. Í færslu á Facebook sagði hann til dæmis eitt sinn: „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Sigurbjörn segist líka oft hugsa um hversu heppinn hann er. Ég hef fylgst með fólki sem hefur fengið greiningu um krabbamein á eftir mér. Og er ekki á lífi lengur. Oft hef ég því velt því fyrir mér: Hvers vegna er ég svona heppinn? Því hér er ég enn og mér finnst ég enn alltof ungur til að hætta nokkru.“ Sem svo sannarlega eru orð af sönnu. Því þegar viðtalið var tekið er Sigurbjörn kominn í námsleyfi í eitt ár. Nú sestur á skólabekk í Háskólanum á Akureyri… Heilsa Fjölskyldumál Krabbamein Tengdar fréttir „Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Krabbameinið sem týndist: „Fyrst sagði ég bara fokk!“ „Það fyrsta sem ég hugsaði var hvernig ég ætti að segja henni það,“ segir Sigurvin Samúelsson þegar hann rifjar upp hvað fór í gegnum hugann á honum, fyrst þegar honum var tilkynnt að hann væri með krabbamein. 28. mars 2024 08:00 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01 Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
En krabbameinið er þó ekki farið. Sem er akkúrat mergur málsins í viðtali dagsins: Lífið fyrir og með krabbameini. Því já, eitt af því sem við erum farin að heyra oftar um, eru sögur af fólki sem þarf að aðlaga sig að því að lifa með krabbamein. Sigurbjörn hefur svo sem áður rætt opinskátt um krabbameinið sitt. En í dag ætlum við að spyrja frétta: Hver er staðan? Hvernig er líf með krabbameini? Og hvað fer þá í gegnum hugann á okkur? Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Sigurbjörn hefur heyrt að það sé erfiðara að vera aðstandandi en krabbameinssjúklingurinn sjálfur. Margt reyni líka á og geti verið ruglingslegt. Hvers vegna hættu þeir með pabba í lyfjameðferðinni? spurði sá yngsti eftir langan og erfiðan tíma án þess að segja frá hvað væri að leggjast svona þungt í hann. Íþróttagutti í sveit Sigurbjörn er fæddur þann 31.ágúst árið 1973. Sonur Arngríms Geirssonar frá Álftagerði í Mývatnssveit og Gígju Sigurbjörnsdóttur frá Grófargili Skagafirði. Sigurbjörn á tvö eldri systkini; bróður og systur og tvö yngri systkini, einnig bróður og systur. „Það gekk allt út á íþróttirnar,“ segir Sigurbjörn þegar hann rifjar upp æskuna í Mývatnsveit. „Auðvitað var maður líka með hugann við sveitina. Við vorum með kindur og hesta en lífið snerist þó meira og minna um íþróttirnar,“ segir Sigurbjörn en bætir þó við: „Það þurfti samt alltaf að heyja og allt svoleiðis.“ Foreldrar Sigurbjörns voru kennarar í Skútustaðaskóla og bjó fjölskyldan í kennarabústaðnum við skólann. Sigurbjörn stundaði einkum þrjár greinar: Fótbolta, frjálsar íþróttir og glímu. „Já já,“ segir Sigurbjörn stoltur. „Mývetningar hafa löngum verið miklir glímumenn og þaðan eru margir af bestu glímumönnum landsins. Það sama má segja um gönguskíðin. Þau eru stunduð af kappi í Mývatnsveit enda eiga Mývetningar þrjá Ólympíufara í skíðagöngu.“ Sigurbjörn er sveitastrákur úr Mývatnssveit og þar gekk allt út á íþróttir. Þótt vissulega þyrfti líka að heyja og sjá um kindur og bú. Sigurbjörn æfði einkum þrjár greinar sem barn: Frjálsar íþróttir, fótbolta og glímu. Enda segir hann Mývetninga eiga marga af bestu glímumönnum landsins. Eiginkona Sigurbjörns heitir Gunnhildur Hinriksdóttir, fædd og alin upp í Mývatnsveitinni. Sigurbjörn og Gunnhildur byrjuðu snemma saman. Ég fer í 9.bekkinn að Laugum en lenti í kennaraverkfallinu vorið 1989 þannig að það voru engin samræmd próf. Sem mér fannst bölvað því ég hef aldrei getað rifist við systkini mín um að hafa verið betri en þau í prófunum.“ Kennaraverkfallið var þó ekki verra en það, að stuttu eftir að hann fór heim í sveitina vegna kennaraverkfallsins, var hann kominn á fast. Börn Gunnhildar og Sigurbjörns eru þrjú: Guðmundur Gígjar (f.2003), Arney Dagmar (f.2005) og Hinrik Freyr (f.2009). Sigurbjörn og Gunnhildur Hinriksdóttir eiginkona hans byrjuðu saman á föstu sem unglingar. Þegar Sigurbjörn lenti í kennaraverkfalli í 9.bekk og fór aftur heim í sveitina, en Gunnhildur er líka úr Mývatnssveit. Fljótlega eftir stúdentinn fluttu þau til Bandaríkjanna þar sem Sigurbjörn fékk hlaupastyrk í háskóla. Á hlaupum til Bandaríkjanna Svo heppinn var Sigurbjörn að framhaldsskólabrautirnar sem voru í boði á Laugum, lengdust úr tveimur árum í fjögur ár á meðan Sigurbjörn var þar. Sem þýddi að hann gat klárað stúdentinn frá Laugum. „Reyndar leppaði Fjölbrautaskólinn í Garðabæ stúdentsnámið því Laugar voru á þeim tíma ekki komin með full réttindi til að kenna til stúdentsprófs,“ segir Sigurbjörn og útskýrir að fyrir vikið er hann með tvö stúdentskírteini: Annað frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en hitt frá Laugum. Sigurbjörn var mjög virkur í félagsstarfinu og lengi vel formaður nemendaráðsins þar. Hlaupin og íþróttirnar voru enn helsta áhugamálið og þegar leið að útskrift, var stefnan sett á að fá hlaupastyrk í háskóla í Bandaríkjunum? En hvernig gekk það fyrir sig fyrir tíma internets eða Google, að finna íþróttastyrk í Bandaríkjunum? „Unglingalandsliðsþjálfararnir mínir þekktu til þar og einn þjálfarinn minn hafði samband við þjálfara í Georgíu háskólanum í Bandaríkjunum og þangað fór ég á styrk. Gunnhildur kláraði stúdentinn aðeins síðar og kom síðan líka út.“ Var ekki svolítið mikil pressa að vera háskólanemi á hlaupastyrk? „Jú og ég verð alveg að viðurkenna að ég varð í rauninni aldrei eins góður og þeir voru að gera sér vonir um. Því að ég vildi líka standa mig vel í náminu og satt best að segja sögðu þeir að ég ætti að einbeita mér meira að hlaupunum og minna að náminu Styrkurinn var því lækkaður á háskólaárunum en Sigurbjörn og Gunnhildur enduðu þó með að búa í Bandaríkjunum til aldamóta: Gunnhildur flutti heim 1999 og Sigurbjörn 2001. Eftir á að hyggja, held ég reyndar að ég hefði svo sem alveg getað náð meiri árangri í hlaupinu. Ég hafði bara aldrei æft svona mikið eða upplifað svona mikið æfingaálag eins og þarna var. Í dag held ég samt að ég hefði getað orðið betri, með réttri þjálfun og ef ég hefði haft meiri trú á því sjálfur.“ Sigurbjörn hljóp enn 10 kílómetra undir 35 mínútum þegar hann var fyrst greindur með krabbamein. Sigurbjörn hefur verið ástríðufullur íþróttalýsandi til margra ára og hefur viðurkennt í fjölmiðlum að hann hafi ekki verið í stuði til að lýsa í beinni, fyrst eftir að hann fékk greiningu. Erfiðast að vera aðstandandi Sigurbjörn hefur rætt opinskátt um krabbameinið. Í viðtali sem birtist á Vísi árið 2023, rekur Sigurbjörn sögu sína sem nær aftur til ársins 2015 þegar hann greinist með sortuæxli og síðan aftur árið 2021. „Hann sendir mig í einhvern skanna á Akureyri og hringir svo í mig á föstudegi klukkan þrjú. Það var frábært inn í helgina,“ segir hann og fer svo með skilaboðin frá lækninum: „Heyrðu þú ert uppfullur af krabbameini og við skoðum þig betur á mánudaginn,“ segir Sigurbjörn meðal annars í viðtalinu sem sjá má hér að neðan. Í færslu sem Sigurbjörn birti á Facebook í kjölfar greiningarinnar árið 2021, segir Sigurbjörn meðal annars að það sé óþarfi fyrir fólk að vorkenna sér því að frekar vilji hann góðar hugsanir og jákvæða strauma. Sjálfur þurfi hann að nýta alla sína orku í að halda sér jákvæðum og megi ekki við því að stappa stálinu í aðra. Þannig að við ætlum að forvitnast aðeins um þessa hlið málsins. Hvernig upplifun það er að fá greininguna: Þú ert með krabbamein? Vissulega er það sjokk segir Sigurbjörn. Enda fékk hann fréttirnar síðdegis á föstudegi og vissi lítið fyrr en eftir helgina. „Ég varð mjög dapur. Og sagði meira að segja við konuna mína að ég yrði bara að fá að vera svolítið leiður í nokkra daga. Í friði,“ segir Sigurbjörn en bætir við: „En síðan er eins og það hafi rofað eitthvað til á þriðjudeginum. Svona eins og ég hafi fundið einhvern létti og eftir það hef ég einfaldlega verið fínn.“ Hjá Gunnhildi var þessu öfugt farið. „Hún tók fregnunum mjög vel, öll í bjartsýninni og allt það. Sjokkið kom eiginlega seinna hjá henni.“ Það sama átti við til dæmis um yngsta soninn. „Eftir ferminguna hans var ég hættur í lyfjameðferðinni og við skildum ekkert í því hvað var að gerast með strákinn. Hann var svo leiður og dapur eitthvað og við alltaf að spyrja hvað væri að, hvort eitthvað hefði komið fyrir,“ segir Sigurbjörn og viðurkennir að hann og Gunnhildur hafi verið farin að ímynda sér að eitthvað verulega slæmt eftir gerst. „Síðan brotnaði hann saman og spurði: Hvers vegna hættu þeir með þig í lyfjameðferðinni?“ Gott dæmi um hvernig óttinn getur gripið um ástvini fólks, sem glímir við krabbamein. „Enda hef ég heyrt að það sé miklu erfiðara að vera aðstandandi fólks með krabbamein, heldur en krabbameinssjúklingurinn sjálfur,“ segir Sigurbjörn og bætir við: Ég þekki mann sem missti konuna sína úr krabbameini. Fimm árum síðar greindist hann sjálfur með krabbamein og hefur þar af leiðandi reynslu af hvoru tveggja. Og þetta sagði hann vera staðreynd: Það er erfiðara að vera aðstandandi.“ Á hvern ætlar þú að öskra? Við hvern ætlar þú að vera reiður? spyr Sigurbjörn. Sem stundum er fenginn til að ræða við fólk sem glímir við krabbamein og festist í þunglyndi eða reiði. Sem Sigurbjörn segir ekki gaman fyrir ástvini og þaðan af síður fólkið sjálft. Skólameistari: Nei takk! Þegar Sigurbjörn og Gunnhildur fluttu aftur til Íslands, hófst hin hefðbundna vegferð: Að eignast börn og byggja upp sitt bú. Lengi vel bjó fjölskyldan á Laugarvatni og lengi vel starfaði Sigurbjörn sem prófessor við HÍ, til viðbótar við að búa í Bretlandi um tíma, þegar Sigurbjörn fór í rannsóknarleyfi. Að búa í Reykjavík hefur þó aldrei komið til greina. „Það er fínt að fara stundum til Reykjavíkur, ég meina það ekki þannig. En við vorum alltaf mjög fegin þegar við vorum komin aftur heim á Laugarvatn.“ Hlaupin hafa alltaf verið hluti af lífinu. Og segir svo í fyrri viðtölum að enn var Sigurbjörn að hlaupa 10 kílómetra á undir 35 mínútum þótt hann væri kominn með krabbamein. Enda margfaldur verðlaunahafi í hlaupum. Og mjög ástríðufullur íþróttalýsandi svo ekki sé meira sagt. Sveitin hefur þó alltaf togað. Sigurbjörn er mikill hesta- og kindakall að eigin sögn og þegar tækifæri bauðst til að verða skólameistari í gamla skólanum sínum að Laugum, ákváðu hjónin að slá til. „Ef mér hefði reyndar verið sagt það sem unglingur að ég ætti eftir að verða skólameistari síðar hefði ég nú samt sagt: Nei takk!“ segir Sigurbjörn og hlær. Tvennt spilaði svo sem inn í ákvörðunina um að flytjast norður. „Í fyrsta lagi tók það sinn tíma að ræða hvort skólinn á Laugavatni ætti að flytjast til Reykjavíkur eða ekki. Sem mér fannst ekki spennandi umræða og varla eiga að koma mér við. En ég var orðinn þreyttur á henni,“ segir Sigurbjörn og bætir við: „Hitt var síðan að tengdaforeldrarnir og foreldar mínir eru auðvitað fólk sem er einfaldlega að eldast og það hafði auðvitað smá áhrif líka.“ Fyrir norðan hefur fjölskyldan unað sér vel. Hann sem skólameistari, sauðfjárbóndi og hestakall. Orkan hefur stundum strítt honum vegna veikindanna. Þá helst á meðan lyfjameðferðin stendur yfir. „Ef ég þurfti að moka skít þá gat ég það bara í þrjár til fjórar klukkustundir í mesta lagi. Því mér lærðist það snemma að það að reyna að vinna í einhverju lengur þýddi bara það að ég varð ónýtur í marga daga á eftir.“ Að vera virkur í lífi og starfi, segir Sigurbjörn hins vegar lykilatriði. „Það á best við mig að vera alltaf að brasa eitthvað. Ég nýt þess alveg að lesa og horfa á sjónvarp en að gera það heilu og hálfu dagana hentar mér ekki.“ Eflaust megi millivegur vera. „Ég er að reyna að vinna aðeins minna.“ Oft heyrir Sigurbjörn fólk tala í yfirlýsingum eins og ,,lífið er núna“ og fleira í þeim dúr. „Æ mér finnst þetta ekkert spennandi og er ekki viss um að ég sé neitt sammála því að maður eigi að gera allt núna eða fá allt strax. Satt best að segja finnst mér þetta orðatiltæki líka fela í sér ákveðna leti. Mér finnst við einfaldlega ekki hafa neitt sérstaklega gott af því að fá allt strax.“ Sigurbjörn starfaði lengi sem prófessur við HÍ og HR en er nú skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Þaðan útskrifaðist hann reyndar sjálfur úr grunnskóla og síðar með stúdent, en á þeim tíma leppaði Fjölbrautaskóli Garðabæjar stúdentsprófið því fyrst um sinn voru Laugar ekki með öll tilskilin leyfi til útskriftar.Vísir/Vilhelm Á hvern ætlar þú að öskra? Sigurbjörn segir að það hafi hjálpað honum mikið að finna fyrir jákvæðum hugsunum og væntumþykju frá fólki. Það hafi til dæmis verið erfitt fyrir starfsfólk að heyra fréttirnar á sínum tíma, eðlilega fái allir áhyggjur en honum hafi þótt vænt um að finna þessa væntumþykju og hlýju frá starfsfólki. Sigurbjörn er trúaður og hefur alltaf verið og nýtir sér það líka að leita til fólks á andlega sviðinu. Allt hjálpar. Eitt af því sem Sigurbjörn áttaði sig á snemma í ferlinu er að það þýðir ekkert að vera reiður. „Við hvern ætlar þú líka að vera reiður? Á hvern ætlar þú að öskra?“ spyr Sigurbjörn. „Að vera reiður er ekkert gaman fyrir þína nánustu og þaðan af síður gott fyrir þig sjálfan.“ Sjálfur segist hann lítið velta fyrir sér hvers vegna hann hafi lent í þessari stöðu. „Kannski fór ég alltof oft í ljósabekkina sem unglingur. Og kannski fékk ég þetta vegna þess að aldrei bar ég á mig sólvörn þegar ég bjó úti í Bandaríkjunum Æðruleysi og umburðarlyndi fylgir svona sjúkdómi og reynslu segir Sigurbjörn. Sem oft hefur verið fenginn til að ræða við fólk sem festist í reiði eða þunglyndi. Sem svo margir gera. „En maður verður bara að taka stöðunni eins og hún er. Og þetta er staðan.“ Sigurbjörn segist ánægður með hvað hann hefur lifað frábæru lífi. Oft velti hann því fyrir sér hvers vegna hann sé svona heppinn: Því marga hefur hann þekkt sem hafa fengið greiningu síðar en hann, en eru ekki á lífi lengur. Sigurbjörn segist ekki telja neitt betra að vita hversu langan tíma þú átt eftir. Heppinn Sigurbjörn segist alveg vera búinn að gera upp við sig að hann myndi ekki vilja skipta á sínu lífi við eitthvert annað líf, ef það hefði verið möguleikinn til þess að sleppa undan krabbameininu. „Enda hef ég átt frábært líf og myndi ekki vilja skipta á mínu lífi við neitt annað líf.“ Hann segist alls ekki viss um að það væri neitt gott að vita nákvæmlega, hversu mikinn tíma maður á eftir. „Læknirinn sagði við mig í upphafi: Það er bara ein spurning sem ég get ekki gefið þér svar við og það er hversu langan tíma þú átt eftir,“ segir Sigurbjörn og bætir við: Og ég hef svolítið hugsað um þetta. Því hversu gott væri að vita svarið? Ef læknirinn segir þú átt tvö ár eftir, þá er það örugglega ekki góð tilfinning. Ef þér er sagt að þú eigir tuttugu ár eftir hljómar það kannski mun betur, en hvernig líður þér þá eftir 18 ár?“ Þótt vissulega hafi Sigurbjörn hugsað um dauðann, hefur þó komið fram í fyrri viðtölum að hann hefur meira hugsað um jarðaförina. Og oft nýtir hann húmorinn. Í færslu á Facebook sagði hann til dæmis eitt sinn: „Ég held að það sé afar ólíklegt að ég deyi á næstunni þannig að þið þurfið ekkert að drífa ykkur í heimsókn.“ Sigurbjörn segist líka oft hugsa um hversu heppinn hann er. Ég hef fylgst með fólki sem hefur fengið greiningu um krabbamein á eftir mér. Og er ekki á lífi lengur. Oft hef ég því velt því fyrir mér: Hvers vegna er ég svona heppinn? Því hér er ég enn og mér finnst ég enn alltof ungur til að hætta nokkru.“ Sem svo sannarlega eru orð af sönnu. Því þegar viðtalið var tekið er Sigurbjörn kominn í námsleyfi í eitt ár. Nú sestur á skólabekk í Háskólanum á Akureyri…
Heilsa Fjölskyldumál Krabbamein Tengdar fréttir „Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01 Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00 Krabbameinið sem týndist: „Fyrst sagði ég bara fokk!“ „Það fyrsta sem ég hugsaði var hvernig ég ætti að segja henni það,“ segir Sigurvin Samúelsson þegar hann rifjar upp hvað fór í gegnum hugann á honum, fyrst þegar honum var tilkynnt að hann væri með krabbamein. 28. mars 2024 08:00 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01 Mest lesið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Fleiri fréttir Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. 17. júní 2024 08:01
Lífið með Parkinson: „Þetta er ekki minningagrein“ „Þetta er ekki minningagrein. Mér finnst mikilvægt að hafa þetta skemmtilegt líka,“ segir Magnús Bragason þegar viðtalinu er að ljúka. 9. apríl 2023 07:00
Krabbameinið sem týndist: „Fyrst sagði ég bara fokk!“ „Það fyrsta sem ég hugsaði var hvernig ég ætti að segja henni það,“ segir Sigurvin Samúelsson þegar hann rifjar upp hvað fór í gegnum hugann á honum, fyrst þegar honum var tilkynnt að hann væri með krabbamein. 28. mars 2024 08:00
„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00
Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01