Handbolti

Ber­línar­refirnir völtuðu yfir R­hein-Neckar Löwen

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mathias Gidsel átti frábæran leik fyrir Fusche Berlin.
Mathias Gidsel átti frábæran leik fyrir Fusche Berlin. Vísir/Getty

Fusche Berlin hafði betur gegn Rhein-Neckar Löwen í stórleik þýska handboltans í dag. 

Fyrir leikinn í dag voru liðin jöfn að stigum í 3. - 6. sæti deildarinnar ásamt Magdeburg og Hannover með átta stig eftir fimm umferðir. Melsungen er í efsta sæti með fullt hús stiga og Flensburg í 2. sæti með níu stig.

Berlínarrefirnir höfðu hins vegar mikla yfirburði í leiknum í dag. Í hálfleik var staðan 18-13 og í síðari hálfleik juku leikmenn Fusche Berlin muninn jafnt og þétt. Munurinn var orðinn tíu mörk um miðjan seinni hálfleik og engin spurning hverjir færu með sigur af hólmi.

Lokatölur xx-xx og öruggur sigur Fusche Berlin staðreynd þrátt fyrir að gestirnir hafi náð að minnka muninn aðeins í lokin. Lasse Andersson og Mathias Gidsel voru markahæstir í liði Fusche Berlin í dag með tíu mörk og Ivan Martinovic og Jannick Kohlbacher skoruðu fimm mörk hvor fyrir Rhein-Neckar Löwen.

Arnór Snær Óskarsson var í leikmannahópi Ljónanna en komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×