Ótrúleg tilviljun er Stefán brenndi fánann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 21:20 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, og fáninn sem hann brenndi í dag. Vilhelm/Skjáskot Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir ótrúlega tilviljun hafa átt sér stað þegar hann var að brenna gamlan og ónýtan íslenskan fána í dag. Þegar hann stóð yfir fánanum sem var þá í ljósum logum bárust þær fréttir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi boðað til blaðamannafundar og að ríkisstjórnin væri sprungin. „Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
„Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira