„Ég myndi aldrei fara í samband með einhverjum fávita“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. október 2024 07:02 Guðrún Svava eða Gugga í gúmmíbát er sannkallaður lífskúnstner. Hún er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég myndi örugglega ekki fara á fyrsta deit einhvers staðar á almannafæri, ég get ekki verið að láta að sjá mig,“ segir Guðrún Svava betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún er viðmælandi í Einkalífinu og ræðir meðal annars stefnumótamenninguna hérlendis, eða öllu heldur takmörk hennar, og draumaprinsinn. Hér má sjá viðtalið við Guggu í gúmmíbát í heild sinni: Erfitt að fara á fyrsta deit Aðspurð hvort hún sé eitthvað að deita segir Gugga hlæjandi: „Nei, thank god. Ég hef aldrei átt maka og það er heldur ekki eitthvað sem ég er að sækjast mikið í.“ Hún segir varla hægt að tala um stefnumótamenningu hérlendis. „Þetta er hræðilegt. Mér líður eins og fólk hittist niður í bæ, fari heim saman og út frá því verði eitthvað. Þetta er líka lítið land og erfitt að fara á fyrsta deit. Ég myndi örugglega ekki fara á fyrsta deit einhvers staðar á almannafæri, ég get ekki verið að láta sjá mig.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Pabbi setti háan standard Hún segir fyrirmyndir sínar án efa vera foreldra sína. „Ég hef horft á sambandið hjá foreldrum mínum. Mér finnst pabbi minn vera svo gott dæmi fyrir mig og þess vegna er enginn búinn að ná þeim standard. Ég myndi aldrei fara í samband með einhverjum fávita.“ Draumamaki Guggu er eftirfarandi: „Góðhjartaður og fyndinn, það er mjög mikilvægt að vera fyndinn. Pældu í því að vera með einhverjum sem er tía í að vera sætur en er leiðinlegur. Hann verður að vera lífsglöð manneskja, einhver sem byggir mann upp en rífur mann ekki niður.“ Gugga lítur upp til foreldra sinna og er því með háan standard þegar það kemur að makavali.Vísir/Vilhelm Verður ekki kvíðin Gugga nýtur lífsins til hins ítrasta og er rísandi stjarna í samfélagsmiðlaheiminum. Hún hefur sömuleiðis verið í útvarpinu og gefið út lag með sveitinni Húbba Búbba. „Ég hef alltaf verið ég sjálf og það hefur reynst mér vel. Ég er ekkert að ofhugsa. Mér er svo sama, sem er held ég gott. Fólk er svo oft kvíðið yfir alls konar hlutum en ég bara verð ekki kvíðin.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Hún er ekkert að mikla hlutina fyrir sér eða setja sér einhver afmörkuð markmið. „Ég er ekki mikið í plönunum, Ég er bara að lifa í núinu, vona það besta og vona að ég verði hamingjusöm. Ég er allavega mjög hamingjusöm núna og mig langar bara að mér líði svona alltaf.“ Einkalífið Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ „Mér finnst ég vera mjög sjálfsörugg og ég elska sjálfa mig,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni en hún er viðmælandi í Einkalífinu. 13. október 2024 07:03 „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ „Ég fæ mikið af óþægilegum skilaboðum, mörg á dag. Ég reyni bara að sleppa því að opna þau en mér finnst þau líka fyndin, það er svo mikið af klikkuðu fólki til í heiminum. Ég hef verið beðin um að gera myndbönd þar sem ég ropa en ég geri auðvitað ekkert svoleiðis,“ segir Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. 10. október 2024 07:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Guggu í gúmmíbát í heild sinni: Erfitt að fara á fyrsta deit Aðspurð hvort hún sé eitthvað að deita segir Gugga hlæjandi: „Nei, thank god. Ég hef aldrei átt maka og það er heldur ekki eitthvað sem ég er að sækjast mikið í.“ Hún segir varla hægt að tala um stefnumótamenningu hérlendis. „Þetta er hræðilegt. Mér líður eins og fólk hittist niður í bæ, fari heim saman og út frá því verði eitthvað. Þetta er líka lítið land og erfitt að fara á fyrsta deit. Ég myndi örugglega ekki fara á fyrsta deit einhvers staðar á almannafæri, ég get ekki verið að láta sjá mig.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Pabbi setti háan standard Hún segir fyrirmyndir sínar án efa vera foreldra sína. „Ég hef horft á sambandið hjá foreldrum mínum. Mér finnst pabbi minn vera svo gott dæmi fyrir mig og þess vegna er enginn búinn að ná þeim standard. Ég myndi aldrei fara í samband með einhverjum fávita.“ Draumamaki Guggu er eftirfarandi: „Góðhjartaður og fyndinn, það er mjög mikilvægt að vera fyndinn. Pældu í því að vera með einhverjum sem er tía í að vera sætur en er leiðinlegur. Hann verður að vera lífsglöð manneskja, einhver sem byggir mann upp en rífur mann ekki niður.“ Gugga lítur upp til foreldra sinna og er því með háan standard þegar það kemur að makavali.Vísir/Vilhelm Verður ekki kvíðin Gugga nýtur lífsins til hins ítrasta og er rísandi stjarna í samfélagsmiðlaheiminum. Hún hefur sömuleiðis verið í útvarpinu og gefið út lag með sveitinni Húbba Búbba. „Ég hef alltaf verið ég sjálf og það hefur reynst mér vel. Ég er ekkert að ofhugsa. Mér er svo sama, sem er held ég gott. Fólk er svo oft kvíðið yfir alls konar hlutum en ég bara verð ekki kvíðin.“ View this post on Instagram A post shared by Gugga í Gúmmíbát (@guggaigummibat) Hún er ekkert að mikla hlutina fyrir sér eða setja sér einhver afmörkuð markmið. „Ég er ekki mikið í plönunum, Ég er bara að lifa í núinu, vona það besta og vona að ég verði hamingjusöm. Ég er allavega mjög hamingjusöm núna og mig langar bara að mér líði svona alltaf.“
Einkalífið Ástin og lífið Tengdar fréttir „Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ „Mér finnst ég vera mjög sjálfsörugg og ég elska sjálfa mig,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni en hún er viðmælandi í Einkalífinu. 13. október 2024 07:03 „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ „Ég fæ mikið af óþægilegum skilaboðum, mörg á dag. Ég reyni bara að sleppa því að opna þau en mér finnst þau líka fyndin, það er svo mikið af klikkuðu fólki til í heiminum. Ég hef verið beðin um að gera myndbönd þar sem ég ropa en ég geri auðvitað ekkert svoleiðis,“ segir Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. 10. október 2024 07:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
„Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ „Mér finnst ég vera mjög sjálfsörugg og ég elska sjálfa mig,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát. Hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni en hún er viðmælandi í Einkalífinu. 13. október 2024 07:03
„Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ „Ég fæ mikið af óþægilegum skilaboðum, mörg á dag. Ég reyni bara að sleppa því að opna þau en mér finnst þau líka fyndin, það er svo mikið af klikkuðu fólki til í heiminum. Ég hef verið beðin um að gera myndbönd þar sem ég ropa en ég geri auðvitað ekkert svoleiðis,“ segir Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í Gúmmíbát sem er viðmælandi í nýjasta þætti Einkalífsins. 10. október 2024 07:01