„Við vorum bara niðurlægðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. október 2024 23:36 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, þakkaði áhorfendum fyrir stuðninginn og þótti leiðinlegt að liðið hafi ekki geta veitt þeim meiri skemmtun. Vísir / Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, upplifði sig niðurlægðan í Kaplakrika í kvöld þegar Gummersbach gjörsigraði heimamenn með nítján mörkum, 40-21. Hann telur tapið ekki marka heimsendi en segir unga leikmenn liðsins eiga mikla vinnu framundan. „Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Sjá meira
„Þetta var mjög vont. Við vorum bara niðurlægðir. Töpuðum fyrir frábæru liði sem sýndi þessu verkefni svakalega virðingu, hvernig þeir nálguðust leikinn og kláruðu leikinn, mikið hrós á þá. En að sama skapi jafn leiðinlegt hvernig við féllum í sundur og brotnuðum saman,“ sagði Sigursteinn fljótlega eftir leik. Fyrir leik hafði hann hins vegar vonast til þess að geta veitt Gummersbach meiri samkeppni. „Maður hafði allavega einhverja trú fyrir leik að það væri ekki [stórt tap í vændum] en það molnar svolítið undan þessu. Aron [Pálmarsson] dettur út inni í klefa, var með í gær og átti að spila, ætlaði að spila og reyndi allt sem hann gat til að spila. Svo verður þetta bara einn af öðrum, Ólafur [Gústafsson] dettur út og Ásbjörn [Friðriksson] dettur út. Liðið grípur þetta ekki nógu vel, við föllum saman.“ Þeir þrír sem þjálfarinn taldi upp eru leikmenn sem liðið mátti alls ekki við að missa. „Já þetta var stór biti og mikil reynsla [sem við missum úr liðinu]. En að sama skapi eigum við unga leikmenn sem stefna langt og ætla sér að verða atvinnumenn. Þeir fengu hér að sjá atvinnumannalið í dag og já, það er mikil vinna framundan. Þeir sjá hvað þarf til líkamlega, hvernig þeir sækja á og vinna menn og hvað þeir eru miskunnarlausir í öllum sínum árásum. Þetta er enginn heimsendir en ofboðslega leiðinlegt hvernig fór í kvöld.“ Stóðu ekki við sitt eins og aðrir sem komu að leiknum Þrátt fyrir slæmt tap var ánægjulegt að upplifa Evrópudeildarleik, hvað þá tvo, í Kaplakrika sem var stútfullur af fólki í allt kvöld. „Svekkjandi fyrir okkur alla og allt okkar fólk, ég vil nota tækifærið þrátt fyrir þessa útreið og þakka fólkinu sem fjölmennti og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem bjuggu til þennan stórkostlega dag. Því miður náðum við ekki að standa undir okkar.“ Þá er ekki úr vegi að bæta áhorfendum þetta upp næsta þriðjudag, þegar Savehof heimsækir FH í Evrópudeildinni. „Það er ekkert öðruvísi en Grótta fyrst á föstudaginn,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Sjá meira