Fabrizio Romano staðfestir þetta á miðlum sínum. Tuchel mun þó ekki taka við liðinu fyrr en eftir næsta glugga þar sem Lee Carsley stýrir enska landsliðinu í síðustu leikjunum í Þjóðadeildinni í nóvember.
Samingur Tuchel er þó ekki langur eða aðeins í eitt og hálf ár. Hann nær fram yfir heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada sem fer fram sumarið 2026.
Samkvæmt upplýsingum Romano þá er risastór bónusgreiðsla í boði fyrir Tuchel takist honum að vinna heimsmeistaratitilinn.
Englendingar hafa ekki unnið HM síðan 1966 en það væri liðin sextíu ár frá þeim titli sumarið sem næta heimsmeistarakeppni fer fram.
Tuchel verður aðeins þriðji útlendingurinn og fyrsti Þjóðverjinn til að þjálfa enska fótboltalandsliðið. Hinir voru Svíinn Sven-Göran Eriksson og Ítalinn Fabio Capello.