Dæmdir í kyrrþey og fá ekki að segja sína hlið Valur Páll Eiríksson skrifar 17. október 2024 08:02 Bjarni Helgason, varaformaður íshokkídeildar SR, gagnrýnir Íshokkísamband Íslands fyrir málsmeðferðina í málunum tveimur. Vísir/Stöð 2 Varaformaður Skautafélags Reykjavíkur gagnrýnir Íshokkísamband Íslands harðlega í ljósi mála sem hafa skekið sambandið að undanförnu. Friður fáist ekki í hreyfinguna fyrr en þau verði leidd til lykta og til þess þurfi utanaðkomandi aðila. „Við teljum málsmeðferð hjá ÍHÍ og aganefnd ámælisverða og algjörlega til skammar. Þetta eru tvö stóralvarleg mál í hreyfingunni,“ segir Bjarni Helgason, varaformaður íshokkínefndar hjá SR, og er ekki par sáttur við starfshætti Íshokkísambandsins. Þessi tvö mál tengjast annars vegar meintu kynþáttaníði í leik SR við SA á Akureyri og hins vegar meintri árás eftir þann leik. Leikmaður SA, sem sakaður var um kynþáttaníð, var dæmdur í eins leiks bann af sambandinu og sagði framkvæmdastjóri þess, Viðar Garðarsson, í Sportpakkanum í gær þar vera um að ræða orð gegn orði. Fjallað var um málið á Vísi á sunnudag. „Hann (leikmaður SR) er tæklaður í hausinn og liggur óvígur eftir. Liðsstjóri og leikmaður hjá okkur heyra leikmann hjá SA hafa niðrandi og rasísk ummæli um leikmanninn sem enda á orðunum svart fólk,“ segir Bjarni í samtali við íþróttadeild. „Við fáum engar upplýsingar (frá Íshokkísambandinu) um hvað hann á að hafa sagt en því er haldið fram að hann hafi sagt svona fólk, en ekki svart fólk. En í því samhengi sem um ræðir, þar sem er rætt um einstakling sem er hörunddökkur, og (í ljósi þess) að leikmaður SA hafi áður hlotið dóm fyrir rasísk ummæli, þá hlýtur maður að komast að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið rasísk,“ segir Bjarni. Starfsfólk SR sé þó ekki að eltast við leikmanninn sjálfan heldur starfhætti Íshokkísambandsins í kringum málið og meðferð þess. „En við erum ekki að eltast við leikmanninn sjálfan sem hefur þessi ummæli heldur erum við að gagnrýna málsmeðferðina hjá ÍHÍ. Þessi leikmaður þarf að fá viðeigandi bann sem hæfir þeim orðum sem hann lét falla og að fá hjálp og fræðslu til að koma í veg fyrir að aðrir lendi í þessari reynslu,“ segir Bjarni. Dæmdir án raunverulegrar málsmeðferðar Eftir leikinn eiga leikmenn SR, sem urðu fyrir barðinu á meintu níði, að hafa ráðist að leikmanni SA. Þeir voru fyrir það báðir dæmdir í bann til áramóta. Fulltrúar SR höfðu hins vegar ekki hugmynd um að það mál, vegna þess atviks, væri til yfirhöfuð til meðferðar hjá aganefnd sambandsins fyrr en dómur féll. SR fékk því ekki að senda inn greinargerð til sambandsins, né fengu þeir sem dæmdir voru í bannið að segja sína hlið mála. Það þyki tvískinnungur að segja fyrra málið orð gegn orði og leyfa málsverjendum ekki að verjast saka í hinu síðara. „Þeir eru dæmdir og sakaðir um allskonar hluti sem þeir hafa aldrei fengið að svara fyrir. Þeir vita ekkert hvað þeir eru sakaðir um nákvæmlega. Það er bara það sem þeir lesa um í dómnum sem er birtur fyrirvaralaust,“ segir Bjarni. „Þeir fá ekki að segja sína hlið á málinu og SR er ekki einu sinni beðið um að leggja fram greinargerð um málið. Heldur eru þeir bara dæmdir í eitt lengsta bann sem heyrst hefur um í hreyfingunni fyrr og síðar.“ Sambandið hefur reglulega dæmt leikmenn í bann fyrir slagsmál eða ofbeldi gegn öðrum leikmönnum, innan eða utan vallar, undanfarin 20 ár. Ef rýnt er í lengd þeirra banna eru þau yfirleitt tveir til fjórir leikir. Bræðurnir í liði SR voru hins vegar dæmdir í bann til áramóta og lengd bannsins því fordæmalaus hjá ÍHÍ. „Það er í raun engin málsmeðferð yfirhöfuð,“ segir Bjarni. Framkvæmdastjórinn hafi borið á þá sakir í fjölmiðlum Bjarni er þá sérlega ósáttur við framkvæmdastjóra Íshokkísambandsins og hvernig hann málaði leikmenn SR upp í fjölmiðlum. „Framkvæmdastjóri ÍHÍ, í fjölmiðlum, ber á þá sakir sem þeir vita ekki að þeir séu sakaðir um. Hann talar um, í fréttum RÚV, að þeir hafi ráðist tveir gegn einum, hann talar um líkamsárás, hann talar um að hóta að stinga með hnífi og að drepa fólk. Hann segir að lögreglan hafi verið kölluð til og málar rosalega dökka mynd af þessu,“ „En þeir hafa ekkert fengið að tjá sig um málið eða segja sína hlið á málinu. Aldrei nokkurn tíma,“ segir Bjarni. Ekki hægt að áfrýja dómnum Samkvæmt lögum ÍHÍ er ekki hægt að áfrýja dómnum. Bjarni setur út á það í ljósi skorts á málsmeðferð. Þá fáist fá svör þegar beðið sé um rökstuðning fyrir banni leikmanna SR. „Þau litlu svör sem við fáum frá ÍHÍ þá er það þannig að það sé ekki hefð fyrir því að rökræða, rökstyðja eða birta gögn aganefndar. Þeir þurfa ekkert að rökstyðja eða sýna fram á að þetta hafi verið eðlileg niðurstaða,“ „Úrskurðir aganefndar eru endanlegir og óáfrýjanlegir. Það er í lögum ÍHÍ að það er ekki hægt að áfrýja úrskurðum aganefndar. Sem er mjög sérstakt í svona stórum dómum, að það skuli hvergi vera hægt að leita réttar síns ef þér finnst þú hafa fengið ómálefnalega málsmeðferð,“ segir Bjarni. ÍHÍ sé ekki treystandi fyrir málinu Bjarni er þá spurður um næstu skref SR fyrst ekki sé hægt að áfrýja dómunum. Hann segir ljóst frá þeirra hlið að ÍHÍ sé ekki treystandi fyrir málinu. „Það verður ekki ró í þessari hreyfingu fyrr en er búið er að útkljá þessi mál almennilega. Eina niðurstaðan í því er að þessir dómar verði afturkallaðir, að málin verði skoðuð frá grunni upp á nýtt. Almennilega, þar sem báðar hliðar málsins eru skoðaðar og kannaðar,“ „Það er ekki hægt að fá ÍHÍ í það. Það verður að fá dómstóla ÍSÍ eða aðra óháða aðila til þess að skoða þessi mál. Fyrr verður ekki friður í þessari hreyfingu,“ segir Bjarni. Klippa: Gagnrýnir sambandið harðlega: „Algjörlega til skammar“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst og viðtalið í heild hér neðst. Íshokkí Kynþáttafordómar ÍSÍ Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli „Hann sem klárar dæmið“ Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ Sjá meira
„Við teljum málsmeðferð hjá ÍHÍ og aganefnd ámælisverða og algjörlega til skammar. Þetta eru tvö stóralvarleg mál í hreyfingunni,“ segir Bjarni Helgason, varaformaður íshokkínefndar hjá SR, og er ekki par sáttur við starfshætti Íshokkísambandsins. Þessi tvö mál tengjast annars vegar meintu kynþáttaníði í leik SR við SA á Akureyri og hins vegar meintri árás eftir þann leik. Leikmaður SA, sem sakaður var um kynþáttaníð, var dæmdur í eins leiks bann af sambandinu og sagði framkvæmdastjóri þess, Viðar Garðarsson, í Sportpakkanum í gær þar vera um að ræða orð gegn orði. Fjallað var um málið á Vísi á sunnudag. „Hann (leikmaður SR) er tæklaður í hausinn og liggur óvígur eftir. Liðsstjóri og leikmaður hjá okkur heyra leikmann hjá SA hafa niðrandi og rasísk ummæli um leikmanninn sem enda á orðunum svart fólk,“ segir Bjarni í samtali við íþróttadeild. „Við fáum engar upplýsingar (frá Íshokkísambandinu) um hvað hann á að hafa sagt en því er haldið fram að hann hafi sagt svona fólk, en ekki svart fólk. En í því samhengi sem um ræðir, þar sem er rætt um einstakling sem er hörunddökkur, og (í ljósi þess) að leikmaður SA hafi áður hlotið dóm fyrir rasísk ummæli, þá hlýtur maður að komast að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið rasísk,“ segir Bjarni. Starfsfólk SR sé þó ekki að eltast við leikmanninn sjálfan heldur starfhætti Íshokkísambandsins í kringum málið og meðferð þess. „En við erum ekki að eltast við leikmanninn sjálfan sem hefur þessi ummæli heldur erum við að gagnrýna málsmeðferðina hjá ÍHÍ. Þessi leikmaður þarf að fá viðeigandi bann sem hæfir þeim orðum sem hann lét falla og að fá hjálp og fræðslu til að koma í veg fyrir að aðrir lendi í þessari reynslu,“ segir Bjarni. Dæmdir án raunverulegrar málsmeðferðar Eftir leikinn eiga leikmenn SR, sem urðu fyrir barðinu á meintu níði, að hafa ráðist að leikmanni SA. Þeir voru fyrir það báðir dæmdir í bann til áramóta. Fulltrúar SR höfðu hins vegar ekki hugmynd um að það mál, vegna þess atviks, væri til yfirhöfuð til meðferðar hjá aganefnd sambandsins fyrr en dómur féll. SR fékk því ekki að senda inn greinargerð til sambandsins, né fengu þeir sem dæmdir voru í bannið að segja sína hlið mála. Það þyki tvískinnungur að segja fyrra málið orð gegn orði og leyfa málsverjendum ekki að verjast saka í hinu síðara. „Þeir eru dæmdir og sakaðir um allskonar hluti sem þeir hafa aldrei fengið að svara fyrir. Þeir vita ekkert hvað þeir eru sakaðir um nákvæmlega. Það er bara það sem þeir lesa um í dómnum sem er birtur fyrirvaralaust,“ segir Bjarni. „Þeir fá ekki að segja sína hlið á málinu og SR er ekki einu sinni beðið um að leggja fram greinargerð um málið. Heldur eru þeir bara dæmdir í eitt lengsta bann sem heyrst hefur um í hreyfingunni fyrr og síðar.“ Sambandið hefur reglulega dæmt leikmenn í bann fyrir slagsmál eða ofbeldi gegn öðrum leikmönnum, innan eða utan vallar, undanfarin 20 ár. Ef rýnt er í lengd þeirra banna eru þau yfirleitt tveir til fjórir leikir. Bræðurnir í liði SR voru hins vegar dæmdir í bann til áramóta og lengd bannsins því fordæmalaus hjá ÍHÍ. „Það er í raun engin málsmeðferð yfirhöfuð,“ segir Bjarni. Framkvæmdastjórinn hafi borið á þá sakir í fjölmiðlum Bjarni er þá sérlega ósáttur við framkvæmdastjóra Íshokkísambandsins og hvernig hann málaði leikmenn SR upp í fjölmiðlum. „Framkvæmdastjóri ÍHÍ, í fjölmiðlum, ber á þá sakir sem þeir vita ekki að þeir séu sakaðir um. Hann talar um, í fréttum RÚV, að þeir hafi ráðist tveir gegn einum, hann talar um líkamsárás, hann talar um að hóta að stinga með hnífi og að drepa fólk. Hann segir að lögreglan hafi verið kölluð til og málar rosalega dökka mynd af þessu,“ „En þeir hafa ekkert fengið að tjá sig um málið eða segja sína hlið á málinu. Aldrei nokkurn tíma,“ segir Bjarni. Ekki hægt að áfrýja dómnum Samkvæmt lögum ÍHÍ er ekki hægt að áfrýja dómnum. Bjarni setur út á það í ljósi skorts á málsmeðferð. Þá fáist fá svör þegar beðið sé um rökstuðning fyrir banni leikmanna SR. „Þau litlu svör sem við fáum frá ÍHÍ þá er það þannig að það sé ekki hefð fyrir því að rökræða, rökstyðja eða birta gögn aganefndar. Þeir þurfa ekkert að rökstyðja eða sýna fram á að þetta hafi verið eðlileg niðurstaða,“ „Úrskurðir aganefndar eru endanlegir og óáfrýjanlegir. Það er í lögum ÍHÍ að það er ekki hægt að áfrýja úrskurðum aganefndar. Sem er mjög sérstakt í svona stórum dómum, að það skuli hvergi vera hægt að leita réttar síns ef þér finnst þú hafa fengið ómálefnalega málsmeðferð,“ segir Bjarni. ÍHÍ sé ekki treystandi fyrir málinu Bjarni er þá spurður um næstu skref SR fyrst ekki sé hægt að áfrýja dómunum. Hann segir ljóst frá þeirra hlið að ÍHÍ sé ekki treystandi fyrir málinu. „Það verður ekki ró í þessari hreyfingu fyrr en er búið er að útkljá þessi mál almennilega. Eina niðurstaðan í því er að þessir dómar verði afturkallaðir, að málin verði skoðuð frá grunni upp á nýtt. Almennilega, þar sem báðar hliðar málsins eru skoðaðar og kannaðar,“ „Það er ekki hægt að fá ÍHÍ í það. Það verður að fá dómstóla ÍSÍ eða aðra óháða aðila til þess að skoða þessi mál. Fyrr verður ekki friður í þessari hreyfingu,“ segir Bjarni. Klippa: Gagnrýnir sambandið harðlega: „Algjörlega til skammar“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst og viðtalið í heild hér neðst.
Íshokkí Kynþáttafordómar ÍSÍ Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli „Hann sem klárar dæmið“ Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ Sjá meira