„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. október 2024 00:02 Courvoisier McCauley og DeAndre Kane börðust innan og utan vallar í kvöld. vísir /anton „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. „Ég vil ekkert fara út í öll smáatriði en ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala, en það er allt í góðu núna,“ sagði McCauley um DeAndre Kane sem kýldi hann í andlitið. Næsti leikur liðanna merktur á dagatalið Þeir rifust mikið á meðan leik stóð en töluðu ekkert saman eftir á. „Nei auðvitað ekki, við skildum þetta bara eftir á vellinum en héðan í frá hef ég horn í hans síðu (e. chip on my shoulder) og hlakka til að mæta þeim aftur.“ 16. janúar 2025 er þar með merktur á dagatal Hattar því þá kemur Grindavík í heimsókn. „Já maður, ég sleiki út um við tilhugsunina (e. licking my chops). Ég merki þennan leik á dagatalinu, ekki spurning, get ekki beðið.“ Tókust ekki í hendur eftir leik Eftir leik gengu leikmenn Hattar rakleiðis af velli og tóku ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Það var mikil vanvirðing frá hinu liðinu í dag. Mér fannst engin virðing borin og það er algjör óþarfi, þegar við erum að spila gegn hvoru öðru áttu að virða andstæðinginn sama hvernig fer. Í dag létu þeir eins og þeir væru okkur æðri, eins og þeir væru betri en við. Ef það er svoleiðis sem þeir ætla að haga sér þá þurfum við að borga það til baka.“ Hattar-menn hafa núna heila viku til að jafna sig á tapinu áður en Njarðvík kemur í heimsókn. „Þetta var hrikalegt tap fyrir okkur, eitthvað sem við þurfum að gleyma fljótt. Nú hefst bara vinnan aftur, við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur og erum mun betri en við sýndum í dag,“ sagði McCauley að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
„Ég vil ekkert fara út í öll smáatriði en ég var kýldur af leikmanni í hinu liðinu, hann kom yfir á minn vallarhelming. Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala, en það er allt í góðu núna,“ sagði McCauley um DeAndre Kane sem kýldi hann í andlitið. Næsti leikur liðanna merktur á dagatalið Þeir rifust mikið á meðan leik stóð en töluðu ekkert saman eftir á. „Nei auðvitað ekki, við skildum þetta bara eftir á vellinum en héðan í frá hef ég horn í hans síðu (e. chip on my shoulder) og hlakka til að mæta þeim aftur.“ 16. janúar 2025 er þar með merktur á dagatal Hattar því þá kemur Grindavík í heimsókn. „Já maður, ég sleiki út um við tilhugsunina (e. licking my chops). Ég merki þennan leik á dagatalinu, ekki spurning, get ekki beðið.“ Tókust ekki í hendur eftir leik Eftir leik gengu leikmenn Hattar rakleiðis af velli og tóku ekki í hendur leikmanna Grindavíkur. „Það var mikil vanvirðing frá hinu liðinu í dag. Mér fannst engin virðing borin og það er algjör óþarfi, þegar við erum að spila gegn hvoru öðru áttu að virða andstæðinginn sama hvernig fer. Í dag létu þeir eins og þeir væru okkur æðri, eins og þeir væru betri en við. Ef það er svoleiðis sem þeir ætla að haga sér þá þurfum við að borga það til baka.“ Hattar-menn hafa núna heila viku til að jafna sig á tapinu áður en Njarðvík kemur í heimsókn. „Þetta var hrikalegt tap fyrir okkur, eitthvað sem við þurfum að gleyma fljótt. Nú hefst bara vinnan aftur, við látum þetta ekki hafa áhrif á okkur og erum mun betri en við sýndum í dag,“ sagði McCauley að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum