Innherji

Ein­okun á um­ræðunni

Ráðgjafinn skrifar
Kennarasamband Íslands hefur verið leiðandi í mótun hins íslenska grunnskólakerfis undanfarin ár. Samhliða hefur skólakerfinu hérlendis hrakað verulega.
Kennarasamband Íslands hefur verið leiðandi í mótun hins íslenska grunnskólakerfis undanfarin ár. Samhliða hefur skólakerfinu hérlendis hrakað verulega.

Hiti er kominn í kjaraviðræður en kennarastéttin ákvað að sármóðgast á dögunum þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri benti á þá einföldu staðreynd að kennarar krefjast sífellt hærri launa fyrir sífellt minni kennslu. Sögðu kennarar fullyrðinguna lýsa algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu og að um væri að ræða svívirðilega móðgun við stéttina.

Árið 2023 kynnti OECD skýrslu um stöðu menntunar innan aðildarríkjanna. Þar kom fram að meðallaunakostnaður íslenskra grunnskólakennara á hvern nemanda væri fjörutíu prósent hærri en meðaltal OECD-ríkjanna. Helsta skýringin reyndist sú að kennarar hérlendis hafa minni kennsluskyldu en kollegar þeirra innan OECD með tilheyrandi áhrifum á launakostnað.

Íslenskir grunnskólanemar standa sig mun verr í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum en jafnaldrar þeirra innan OECD. Enginn bekkur í grunnskólum landsins náði lesfimiviðmiðum síðastliðið vor. Niðurstöður úr síðustu PISA mælingu eru falleinkunn fyrir íslenskt skólakerfi. Hvort það tengist minni kennsluskyldu kennarastéttarinnar hérlendis skal hins vegar ósagt látið.

Kennarasamband Íslands hefur verið leiðandi í mótun hins íslenska grunnskólakerfis undanfarin ár. Samhliða hefur skólakerfinu hérlendis hrakað verulega. Rík áhersla hefur verið á færri samræmdar mælingar og samkeppni í skólastarfi hefur verið litin hornauga. Þetta hafa fáir vogað sér að benda á, en Viðskiptaráð reið á vaðið á dögunum.

Ef skólakerfi okkar á að taka framförum þurfa fleiri en kennarar að eiga pláss í umræðunni um menntamál. Einokun kennara á umræðu um skólaþróun hefur leitt af sér hnignun sem verður að stöðva.

„Það er neyðarástand, nær helmingur drengja getur ekki lesið sér til gagns og þriðjungur stúlkna. Við viljum að í lok grunnskólagöngu verði tekið upp samræmt námsmat. Það geta verið alls konar hlutir í námskrá en við þurfum að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna. Þetta er ekki mjög flókið,“ sagði Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, á Menntaþingi nýverið.

Það er því miður upplifun margra að kennarar vilji sífellt meira kaup fyrir sífellt minni vinnu. Þeir vilji minni kennsluskyldu og alls engar árangursmælingar í eigin störfum. Það er í mótsögn við þá skoðun margra að laun kennara þurfi einmitt að árangurstengja og að laun þeirra hækki ekki aðeins með starfsaldri, heldur í réttu hlutfalli við árangur.

Kennarar eru mikilvægir samfélagi okkar. En þetta er ekki mjög flókið: Ef skólakerfi okkar á að taka framförum þurfa fleiri en kennarar að eiga pláss í umræðunni um menntamál. Einokun kennara á umræðu um skólaþróun hefur leitt af sér hnignun sem verður að stöðva.

„Messy break up“

Nú er um það deilt hver hafi veitt ríkisstjórnarsamstarfinu náðarhöggið. Var það forsætisráðherra, eða var það kannski háttalag nýkjörins formanns Vinstri grænna sem gerði útslagið?

Spurningin er aðeins hvort Svandís Svavarsdóttir hafi pakkað fleiru en ritföngum og gömlum skjölum í skjóli nætur.

Vinstri grænir höfðu auðvitað ályktað gegn helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar á nýafstaðinni kvöldvöku í Víkingsheimilinu, og höfðu meira að segja lýst því yfir að stefnt skyldi að stjórnarslitum með vorinu.

Hvort það var þetta sem hrinti Bjarna Benediktssyni af stað, eiginhagsmunir eða kannski eitthvað allt annað skal ósagt látið. Hitt er hins vegar óumdeilt – eins og komið hefur fram í máli nánast allra stjórnmálaleiðtoga landsins - að formaður Vinstri grænna sýndi af sér fullkomið ábyrgðarleysi með því að hlaupast undan merkjum og neita að taka sæti í starfsstjórn fram að kosningum.

Spurningin er aðeins hvort Svandís Svavarsdóttir hafi pakkað fleiru en ritföngum og gömlum skjölum í skjóli nætur. Kannski pakkaði hún eigin framtíð og flokks síns varanlega ofan í kassa í leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×