Faðir hans hitti einnig saksóknarann sem rannsakar andlát hans auk þess sem hann fór í líkhúsið og skoðaði hótelherbergið þar sem sonur hans dvaldi. Til stendur að flytja lík hans til Bretlands en áætlað er að það taki einhverja daga eða jafnvel vikur.
Í umfjöllum BBC um málið segir að hann hafi einnig þakkað aðdáendum fyrir orð þeirra. Þá hafi hann stoppað til að skoða blóm og myndir af syni sínum.
Liam Payne, meðlimur hljómsveitarinnar One Direction, lést á miðvikudag eftir að hafa fallið af svölum hótelsins sem hann gisti á. Payne var undir áhrifum vímuefna og áfengis þegar hann lést.
Barnsmóðir Payne, söngkonan Cheryl Cole, minntist hans á samfélagsmiðlum í gær. Hún kvartaði einnig fyrir fjölmiðlaumfjöllun um andlát hans.
„Það sem truflar mig mest er sú staðreynd að sonur okkar Bear mun hafa aðgang að öllum þessum ógeðslegu fréttum sem skrifaðar hafa verið undanfarna daga, og það brýtur í mér hjartað að ég geti ekki verndað hann frá því að sjá það í framtíðinni,“ sagði Cheryl í færslu á Instagram í gær.