Malik átti að halda fyrstu tónleikana í tónleikaferðalaginu á miðvikudag í San Francisco en tilkynnti aðdáendum að hann þyrfti að fresta tónleikaferðalaginu. Hann átti einnig að fara til Las Vegas, Los Angeles, Washington og svo ljúka ferðalaginu í New York. Malik sagði að það yrðu nýjar dagsetningar í janúar og að keyptir miðar myndu gilda á nýjar dagsetningar.
„Ég elska ykkur öll og er þakka ykkur fyrir að skilja,“ bætti hann við.
Í frétt BBC um málið segir að hann hafi ekkert sagt um dagsetningar á tónleikaferðalaginu í Bretlandi en þeir tónleikar eru áætlaðir frá 20. nóvember til 4. desember.

Malik minntist Payne í vikunni á samfélagsmiðlum og sagðist munu minnast hans að eilífu. Malik og Payne urðu báðir frægir í hljómsveitinni One Direction. Malik tilkynnti árið 2015 að hann ætlaði að hætta í hljómsveitinni. Ári síðar hættu þeir að starfa saman.
Aðdáendur Payne komu saman í Liverpool um helgina til að minnast hans. Þá fór einnig fram minningarstund í heimabæ hans Wolverhampton á föstudag.
Faðir Payne í Argentínu
Geoff Payne, faðir Liam Payne, heimsótti um helgina hótelið þar sem sonur hans lést og líkhúsið þar sem lík hans er geymt. Til stendur að flytja hann til Bretlands og segir í frétt BBC að saksóknari í Buenos Aires hafi sagt að lík Payne væri ekki lengur í þeirra vörslu sem þýðir að ekki þyrfti að rannsaka það frekar og að hægt væri að bera kennsl á það. Fram kom í frétt okkar í gær að til standi að flytja Payne til Bretland en ætlað sé að það geti tekið einhverja daga eða jafnvel vikur.