Sjáðu dramatísk sigurmörk, vítaklúður Gylfa og öll mörkin úr Bestu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 10:31 Blikarnir Viktor Karl Einarsson og Andri Rafn Yeoman í baráttu um boltann við Stjörnumanninn Örvar Loga Örvarsson. Vísir/Viktor Freyr Það var vissulega nóg af dramatík í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær þar sem Víkingar, Blikar og KA-menn fögnuðu sigri en Valsmenn misstu frá sér sigur á móti FH-ingum í Kaplakrika. Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira