Sport

Sár­þjáð Mari með tárin í augunum en neitar að gefast upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Uppgjöf er ekki til í orðabók Mari Järsk.
Uppgjöf er ekki til í orðabók Mari Järsk. vísir

Þrátt fyrir að vera búin að hlaupa í tvo sólarhringa og vera sárþjáð vegna meiðsla í hné neitar Mari Järsk að gefast upp á HM landsliða í Bakgarðshlaupi. Hún var með tárin í augunum þegar Garpur I. Elísabetarson ræddi við hana eftir að hún hafði hlaupið 48 hringi.

Fimm Íslendingar standa eftir á heimsmeistaramóti landsliða í Bakgarðshlaupi. Keppnin er í beinni útsendingu á Vísi en hana má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.

Nú eru fimmmenningarnir á 49. hring. Mari er þar á meðal en hún var sárþjáð þegar Garpur ræddi við hana eftir 48. hringinn.

„Andskotans, helvítis, fokking fokk,“ sagði Mari þegar hún sat og fyllti á tankinn fyrir enn einn hringinn.

Ekki stóð á svari þegar Garpur spurði Mari hvort hún ætlaði að halda áfram.

„Jú,“ sagði Mari sem á Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi sem er 57 hringir.

Viðtalið við hörkutólið Mari má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Auk Mari eru Elísa Kristinsdóttir, Andri Guðmundsson, Þorleifur Þorleifsson og Marlena Radziszewska enn að hlaupa fyrir Íslands hönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×