Uppgjörið: FH - Sävehof 34-30 | Frábær seinni hálfleikur skilaði fyrsta Evrópudeildarsigrinum Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. október 2024 18:03 Úr leik kvöldsins í Krikanum. @ehfel_official FH vann sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni gegn Savehof, 34-30. Gestirnir leiddu leikinn í fyrri hálfleik en heimamenn þéttu raðirnar í seinni hálfleik og unnu sterkan sigur. Savehof er enn stigalaust en getur bætt úr því þegar FH kemur í heimsókn til Svíþjóðar eftir viku. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn en FH var aldrei langt undan. Það vantaði aðeins upp á ákefð í aðgerðum heimamanna, varnarlega voru þeir skrefi á eftir snöggum sóknarmönnum Savehof og sóknarleikurinn var svolítið stamur. FH-ingar voru auðvitað að spila eftir glænýju leikskipulagi, enginn Aron Pálmarsson og Jóhannes Berg var frá vegna meiðsla. Það sást greinilega í fyrri hálfleik, sem lauk 15-18, að heimaliðið átti eftir að slípa sig betur saman. FH mætti með meiri kraft út í seinni hálfleik, spilaði afskaplega agaða og góða vörn, fann betra flæði í sóknarleiknum og var fljótt farið að narta í hæla gestanna. Staðan var orðin jöfn þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir og greinilega að gestirnir létu það fara í taugarnar á sér. Voru farnir að flýta sér svakalega í sóknaraðgerðum og æða út úr stöðum í vörninni. FH hélt áfram að spila sinn leik, hélt skipulagi og tók forystuna þegar um átta mínútur voru eftir. Liðin skiptust á mörkum í næstu sóknum en Daníel Freyr átti svo frábæra vörslu sem FH nýtti til að taka tveggja marka forystu. Gestirnir blésu þá til leikhlés, með tæpar fimm mínútur eftir, þeir hefðu vel getað bætt úr sínum málum en hausinn var einfaldlega farinn. Sóknirnar urðu engu betri eftir leikhlé og FH hélt áfram að bæta við forystuna þar til lokaflautið gall, niðurstaðan 34-30. Atvik leiksins Símon Michael gerði gestina alveg brjálaða á 42. mínútu þegar FH var að vinna sig vel inn í leikinn. Símon stal boltanum af Óla Mittún, stjörnuleikmanni gestanna, brunaði í hraðaupphlaup og tók sér drjúgan tíma áður en hann negli boltanum í slánna og inn. Það var svaðaleg ára yfir Símoni á þessari stundu, allavega nóg til að komast inn í haus gestanna og gera þá brjálaða. Stjörnur og skúrkar Ásbjörn Friðriksson fór mikinn í seinni hálfleik, skoraði mörg mörk úr erfiðum skotum og steig upp á lykilstundum. Honum við hlið var Garðar Ingi Sindrason einnig stórkostlegur allan leikinn. Jón Bjarni gerði sig gildandi af línunni og rúmlega það. Ungi Færeyingurinn Óli Mittún var allt í öllu hjá Savehof. Tryggvi Þórisson átti slakan leik, fékk tvær tveggja mínútna brottvísanir, tapaði boltanum tvisvar og skoraði ekkert. Stemning og umgjörð Umgjörð leiksins var frábær, en ekki eins góð og fyrir viku síðan þegar Gummersbach kom í heimsókn. Þegar félagið leggur ekki sama metnað í leikinn skal ekki furða að áhorfendur séu færri. Þeir voru reyndar mun færri en fyrir viku og stemningin arfaslök, lítið sem ekkert sungið og klappað. Hefði verið skemmtilegra að fagna sigri fyrir fullu húsi. Viðtöl „Fannst þeir aðallega vinna okkar á hausnum“ Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson hefur verið hjá Savehof síðan 2022.Partille Tidning „Ég er ekki sáttur. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, klikkum á nokkrum skotum en yfirhöfuð erum við góðir í fyrri hálfleik. Svo missum við alla trú á þessu í seinni hálfleik, eða þeir koma bara æstir og langar þetta miklu meira. Það var leiðinlegt að horfa upp á það, að þeim langaði þetta meira en okkur,“ sagði Tryggvi Þórisson, línumaður Savehof, fljótlega eftir leik. Var það ekkert í skipulaginu varnarlega sem FH breytti, bara meiri ákefð? „Þeir verða mjög aggressívir og taka fast á okkur, það er alveg klárt, en mér fannst þeir aðallega vinna okkar á hausnum. Þeir bara keyra á okkur, hlaupa yfir okkur. Villtari í vörn og sókn.“ Tryggvi skoraði ekkert í leiknum, kom boltanum reyndar tvisvar í netið en steig óvart á línuna í bæði skipti. Hann fékk einnig tvær tveggja mínútna brottvísanir. „Ekki nógu góð [frammistaða hjá mér]. Ágætur í fyrri hálfleik í vörn sérstaklega, fékk svosem engin færi í sókn. En svo bara skellur að stíga á þessa línu, en lítið sem ég get gert í því núna.“ Hvernig var stemningin inn í klefa gestanna eftir leik? „Hún er súr. Bara svekktir út í okkar frammistöðu.“ Liðin mætast aftur eftir viku og þar ætlar Savehof sér sigur. „Það er ekkert annað í stöðunni, við erum eina liðið sem er ekki búið að vinna leik í þessum riðli. Verðum að taka okkur til og breyta því,“ sagði Tryggvi að lokum. „Þegar einhver fer þá þurfa aðrir að taka af skarið“ Ásbjörn Friðriksson var stórkostlegur í seinni hálfleik og leiddi endurkomu heimamanna.vísir / anton brink „Mér fannst við góðir í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir voru að spila vel og við ekki að klukka þá almennilega, við vorum ótrúlega klókir að halda okkur inni í leiknum, það hefði verið svo auðvelt að missa þá frá okkur en náðum að halda áfram,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, um frammistöðu FH í kvöld. Ásbjörn átti frábæran seinni hálfleik og skoraði úr nokkrum mikilvægum skotum fyrir utan teig. „Ég fór að hitta þarna í lokin, snögghitnaði þarna. Þeir voru að gefa mér skot, 8-9 metra skot, sem ég tel mig fínan í. Það lá allt inni en framan af leik var þetta ekki að detta, helvíti gott að hitna í lokin.“ Liðið lék eftir nýju leikskipulagi í kvöld. Enginn Aron Pálmarsson og enginn Jóhannes Berg, þá þurfa aðrir að stíga upp. „Auðvitað breytist hlutverkaskipan sóknarlega þegar hann [Aron Pálmarsson] er ekki. Jói [Jóhannes Berg] dettur út líka, meiddur. Lelli [Leonharð Þorgeir] kom inn hægra megin og við þurftum að leysa þetta með rétthentum. Við vorum ekki búnir að æfa þetta neitt stórkostlega, fengum eina æfingu í gær til að drilla, vissum að við þyrftum að vera klókir að halda í boltann og koma tuðrunni á markið til að komast í vörn. Náðum að gera það og það er stórt hrós á strákana, því þegar einhver fer þá þurfa aðrir að taka af skarið. Við fáum jafn margar sóknir og jafn margar varnir yfirleitt en aðrir sem fá ábyrgð,“ sagði Ásbjörn um fjarveru Arons og Jóhannesar. Góður sigur vannst engu að síður. Savehof er hörkulið sem spilar skemmtilegan sóknarleik og viðureignin eftir viku verður ábyggilega áhugaverð. „Við vorum búnir að skoða þá vel og leiðinlegt í fyrri hálfleik að ná ekki að klukka þá varnarlega. Þurfum að spila vörn í sextíu mínútur úti, þeir eru gott lið með fullt af skemmtilegum sóknarafbrigðum, margt sem við þurftum að fara yfir og það tók hálftíma að ná því í kvöld,“ sagði Ásbjörn að lokum. Evrópudeild karla í handbolta FH Handbolti
FH vann sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni gegn Savehof, 34-30. Gestirnir leiddu leikinn í fyrri hálfleik en heimamenn þéttu raðirnar í seinni hálfleik og unnu sterkan sigur. Savehof er enn stigalaust en getur bætt úr því þegar FH kemur í heimsókn til Svíþjóðar eftir viku. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn en FH var aldrei langt undan. Það vantaði aðeins upp á ákefð í aðgerðum heimamanna, varnarlega voru þeir skrefi á eftir snöggum sóknarmönnum Savehof og sóknarleikurinn var svolítið stamur. FH-ingar voru auðvitað að spila eftir glænýju leikskipulagi, enginn Aron Pálmarsson og Jóhannes Berg var frá vegna meiðsla. Það sást greinilega í fyrri hálfleik, sem lauk 15-18, að heimaliðið átti eftir að slípa sig betur saman. FH mætti með meiri kraft út í seinni hálfleik, spilaði afskaplega agaða og góða vörn, fann betra flæði í sóknarleiknum og var fljótt farið að narta í hæla gestanna. Staðan var orðin jöfn þegar tæpar fimmtán mínútur voru eftir og greinilega að gestirnir létu það fara í taugarnar á sér. Voru farnir að flýta sér svakalega í sóknaraðgerðum og æða út úr stöðum í vörninni. FH hélt áfram að spila sinn leik, hélt skipulagi og tók forystuna þegar um átta mínútur voru eftir. Liðin skiptust á mörkum í næstu sóknum en Daníel Freyr átti svo frábæra vörslu sem FH nýtti til að taka tveggja marka forystu. Gestirnir blésu þá til leikhlés, með tæpar fimm mínútur eftir, þeir hefðu vel getað bætt úr sínum málum en hausinn var einfaldlega farinn. Sóknirnar urðu engu betri eftir leikhlé og FH hélt áfram að bæta við forystuna þar til lokaflautið gall, niðurstaðan 34-30. Atvik leiksins Símon Michael gerði gestina alveg brjálaða á 42. mínútu þegar FH var að vinna sig vel inn í leikinn. Símon stal boltanum af Óla Mittún, stjörnuleikmanni gestanna, brunaði í hraðaupphlaup og tók sér drjúgan tíma áður en hann negli boltanum í slánna og inn. Það var svaðaleg ára yfir Símoni á þessari stundu, allavega nóg til að komast inn í haus gestanna og gera þá brjálaða. Stjörnur og skúrkar Ásbjörn Friðriksson fór mikinn í seinni hálfleik, skoraði mörg mörk úr erfiðum skotum og steig upp á lykilstundum. Honum við hlið var Garðar Ingi Sindrason einnig stórkostlegur allan leikinn. Jón Bjarni gerði sig gildandi af línunni og rúmlega það. Ungi Færeyingurinn Óli Mittún var allt í öllu hjá Savehof. Tryggvi Þórisson átti slakan leik, fékk tvær tveggja mínútna brottvísanir, tapaði boltanum tvisvar og skoraði ekkert. Stemning og umgjörð Umgjörð leiksins var frábær, en ekki eins góð og fyrir viku síðan þegar Gummersbach kom í heimsókn. Þegar félagið leggur ekki sama metnað í leikinn skal ekki furða að áhorfendur séu færri. Þeir voru reyndar mun færri en fyrir viku og stemningin arfaslök, lítið sem ekkert sungið og klappað. Hefði verið skemmtilegra að fagna sigri fyrir fullu húsi. Viðtöl „Fannst þeir aðallega vinna okkar á hausnum“ Selfyssingurinn Tryggvi Þórisson hefur verið hjá Savehof síðan 2022.Partille Tidning „Ég er ekki sáttur. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, klikkum á nokkrum skotum en yfirhöfuð erum við góðir í fyrri hálfleik. Svo missum við alla trú á þessu í seinni hálfleik, eða þeir koma bara æstir og langar þetta miklu meira. Það var leiðinlegt að horfa upp á það, að þeim langaði þetta meira en okkur,“ sagði Tryggvi Þórisson, línumaður Savehof, fljótlega eftir leik. Var það ekkert í skipulaginu varnarlega sem FH breytti, bara meiri ákefð? „Þeir verða mjög aggressívir og taka fast á okkur, það er alveg klárt, en mér fannst þeir aðallega vinna okkar á hausnum. Þeir bara keyra á okkur, hlaupa yfir okkur. Villtari í vörn og sókn.“ Tryggvi skoraði ekkert í leiknum, kom boltanum reyndar tvisvar í netið en steig óvart á línuna í bæði skipti. Hann fékk einnig tvær tveggja mínútna brottvísanir. „Ekki nógu góð [frammistaða hjá mér]. Ágætur í fyrri hálfleik í vörn sérstaklega, fékk svosem engin færi í sókn. En svo bara skellur að stíga á þessa línu, en lítið sem ég get gert í því núna.“ Hvernig var stemningin inn í klefa gestanna eftir leik? „Hún er súr. Bara svekktir út í okkar frammistöðu.“ Liðin mætast aftur eftir viku og þar ætlar Savehof sér sigur. „Það er ekkert annað í stöðunni, við erum eina liðið sem er ekki búið að vinna leik í þessum riðli. Verðum að taka okkur til og breyta því,“ sagði Tryggvi að lokum. „Þegar einhver fer þá þurfa aðrir að taka af skarið“ Ásbjörn Friðriksson var stórkostlegur í seinni hálfleik og leiddi endurkomu heimamanna.vísir / anton brink „Mér fannst við góðir í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik þegar þeir voru að spila vel og við ekki að klukka þá almennilega, við vorum ótrúlega klókir að halda okkur inni í leiknum, það hefði verið svo auðvelt að missa þá frá okkur en náðum að halda áfram,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, um frammistöðu FH í kvöld. Ásbjörn átti frábæran seinni hálfleik og skoraði úr nokkrum mikilvægum skotum fyrir utan teig. „Ég fór að hitta þarna í lokin, snögghitnaði þarna. Þeir voru að gefa mér skot, 8-9 metra skot, sem ég tel mig fínan í. Það lá allt inni en framan af leik var þetta ekki að detta, helvíti gott að hitna í lokin.“ Liðið lék eftir nýju leikskipulagi í kvöld. Enginn Aron Pálmarsson og enginn Jóhannes Berg, þá þurfa aðrir að stíga upp. „Auðvitað breytist hlutverkaskipan sóknarlega þegar hann [Aron Pálmarsson] er ekki. Jói [Jóhannes Berg] dettur út líka, meiddur. Lelli [Leonharð Þorgeir] kom inn hægra megin og við þurftum að leysa þetta með rétthentum. Við vorum ekki búnir að æfa þetta neitt stórkostlega, fengum eina æfingu í gær til að drilla, vissum að við þyrftum að vera klókir að halda í boltann og koma tuðrunni á markið til að komast í vörn. Náðum að gera það og það er stórt hrós á strákana, því þegar einhver fer þá þurfa aðrir að taka af skarið. Við fáum jafn margar sóknir og jafn margar varnir yfirleitt en aðrir sem fá ábyrgð,“ sagði Ásbjörn um fjarveru Arons og Jóhannesar. Góður sigur vannst engu að síður. Savehof er hörkulið sem spilar skemmtilegan sóknarleik og viðureignin eftir viku verður ábyggilega áhugaverð. „Við vorum búnir að skoða þá vel og leiðinlegt í fyrri hálfleik að ná ekki að klukka þá varnarlega. Þurfum að spila vörn í sextíu mínútur úti, þeir eru gott lið með fullt af skemmtilegum sóknarafbrigðum, margt sem við þurftum að fara yfir og það tók hálftíma að ná því í kvöld,“ sagði Ásbjörn að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti