Sport

HM í bak­garðs­hlaupi: Ís­lenska lands­liðið með risa bætingu

Aron Guðmundsson skrifar
Marlena og Þorleifur tvö af fimmtán hlaupurum íslenska landsliðsins í bakgarðshlaupum
Marlena og Þorleifur tvö af fimmtán hlaupurum íslenska landsliðsins í bakgarðshlaupum sportmyndir.is/Guðmundur Freyr Jónsson

Íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum stórbætti árangur sinn milli heimsmeistaramóta en í ár hlupu fimmtán fulltrúar Íslands alls 595 hringi. 

Þetta kemur fram í færslu hjá Bakgarði Náttúruhlaupa á samfélagsmiðlum en íslenska landsliðið bætir árangur sinn frá því á HM fyrir tveimur árum síðan um 211 hringi hvorki meira né minna. 

Íslenska landsliðið var skipað fimmtán hlaupurum sem tryggðu sér sæti í liðinu út frá árangri í bakgarðskeppnum á tímabilinu ágúst 2022 til ágúst 2024. 

Þeir fimmtán hlauparar sem mynduðu saman íslenska landsliðið í bakgarðshlaupum

Það var Þorleifur Þorleifsson sem að hljóp lengst af íslensku keppendunum og það á nýju Íslandsmeti upp á 62 hringi eða því sem að nemur rúmum 415 kílómetrum. 


Tengdar fréttir

Þor­leifur bak­garðs­hlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut

Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×