Sport

Belgarnir hlupu 110 hringi og slógu heims­metið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Belgíska liðið varð heimsmeistari í bakgarðshlaupi.
Belgíska liðið varð heimsmeistari í bakgarðshlaupi.

Heimsmetið í bakgarðshlaupi féll í nótt þegar þrír Belgar kláruðu 110 hringi á heimsmeistaramóti landsliða.

Þeir Merijn Geerts, Frank Gielen og Ivo Steyaert kláruðu allir 110 hringi og bættu þar með heimsmet Bandaríkjamannsins Harvey Lewis um tvo hringi.

Belgarnir ótrúlegu hlupu alls 737,66 kílómetra en keppni hófst á hádegi á laugardaginn og lauk loks í nótt.

Þremenningarnir hættu allir eftir að hafa klárað 110 hringi og því var enginn eiginlegur sigurvegari krýndur. Auk þeirra þriggja kláraði Kenneth Vanthuyne einnig hundrað hringi. Alls hlupu belgísku keppendurnir 1147 hringi.

Ástralir urðu í 2. sæti með samtals 971 hring og Bandaríkjamenn í því þriðja með 969 hringi. 

Íslendingar enduðu í 14. sæti en Þorleifur Þorleifsson hljóp 62 hringi og bætti Íslandsmetið um fimm hringi. Íslensku keppendurnir hlupu samtals 595 hringi.


Tengdar fréttir

Belgarnir enn að hlaupa og búnir með 106 hringi

Íslenska landsliðið varð í fjórtánda sæti á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Íslenska fólkið lauk keppni aðfaranótt þriðjudagsins en keppnin er samt enn í gangi.

Þor­leifur bak­garðs­hlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut

Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi.

Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi

Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×