Íslenski boltinn

Svona var blaðamannafundurinn fyrir úr­slita­leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gummi Ben stýrði blaðamannafundinum í Víkinni í dag, þar sem fyrirliðar og þjálfarar Víkings og Breiðabliks sátu fyrir svörum.
Gummi Ben stýrði blaðamannafundinum í Víkinni í dag, þar sem fyrirliðar og þjálfarar Víkings og Breiðabliks sátu fyrir svörum. Vísir/Valur

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla.

Fundurinn hófst klukkan 13:00 í Víkinni en upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Á honum sátu þjálfarar og fyrirliðar Víkings og Breiðabliks fyrir svörum.

Klippa: Blaðamannafundur Víkings og Blika

Liðin eru með jafn mörg stig (59) en Víkingar eru í toppsætinu vegna hagstæðari markatölu. Þeim dugir því jafntefli í leiknum á sunnudagskvöldið til að verða Íslandsmeistarar annað árið í röð.

Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×